Manuela ekki bara með fyllingarefni í vörum

Manuela Ósk Harðardóttir.
Manuela Ósk Harðardóttir.

Fegurðardrottningin og fatahönnuðurinn, Manuela Ósk Harðardóttir, er hreinskilin á samfélagsmiðlum. Fylgjendur Manuelu fengu að spyrja hana spjörunum úr á Instagram í gær, fimmtudag. Voru fegrunarmeðferðir hennar meðal þess sem fylgjendur hennar höfðu áhuga á. 

Manuela var meðal annars spurð hvort hún væri með fyllingar á öðrum stöðum en í vörunum. Hún svaraði því þannig að hún væri einnig með fyllingu í kjálkalínu. Hún sýndi einnig muninn á kjálkalínunni og sagði að kjálkalínan væri mun skarpari með fyllingunni. 

Manuela sýndi fyrir og eftir mynd.
Manuela sýndi fyrir og eftir mynd. skjáskot/Instagram
Manuela er með fyllingu í vörum og kjálkalínu.
Manuela er með fyllingu í vörum og kjálkalínu. skjáskot/Instagram
mbl.is