Losna við fýlusvipinn með fyllingarefnum

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Á dögunum fjallaði New York Post um „resting bitch face“ eða fýlusvip eins og Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir vill frekar kalla þennan svip. Þórdís segist oft gera svona aðgerðir og komi fólk til hennar á sex til tólf mánaða fresti til að losna við fýlusvipinn. 

Hér má sjá fyrir og eftir mynd sem Þórdís Kjartansdóttir …
Hér má sjá fyrir og eftir mynd sem Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir rýndi í. Ljósmynd/Skjáskot New York Post

„Ég hef sem betur fer aldrei heyrt „resting bitch face“ notað en oft heyrt talað um „fýlusvip“ sem er stundum notað um þessar óhjákvæmilegu breytingar þegar við eldumst. Sjálf hef ég kosið að kalla þetta „ómögulegheitasvip“ því sá sem er með þennan svip virðist vera eitthvað ómögulegur á svipinn. Þetta er breyting þar sem munnvikin verða niðurlút, vísa niður á við. Þetta byrjar sem smá skuggi í munnvikinu en dýpkar smám saman og færist niður á höku, þar til myndast djúp felling með þykkildi á kjálkalínunni. Þegar breytingarnar eru ekki langt komnar er hægt að leiðrétta þær með fylliefnum (hyaluronic-sýru) og stundum hægt að seinka hugsanlegri löngun til þess að fara í andlitslyftingu,“ segir Þórdís.

Hún segir að konan á myndinni sé ungleg miðað við aldur og því ekki mjög flókið tæknilega að gera hana enn unglegri.

„Á myndinni eftir meðferðina sést að munnvikin vísa nú „upp á við“, búið að setja fylliefni neðan við munnvikin, stækka varirnar og líklega botox til hliðar við augun.“

Eru svona aðgerðir algengar á Íslandi?

„Þessi meðferð er mjög algeng og ég framkvæmi hana oft. Flestir koma reglulega á 6-12 mánaða fresti. Fylliefnin duga mislengi eftir tegundum (mismikil bindigeta á milli hyaluronic-sýrumólikúlanna). Algengur endingartími eru 12-14 mánuðir. Botox endist yfirleitt í 6 mánuði. Því oftar sem framkvæmd er botox-meðferð því lengur endist hún. Eftir nokkur skipti er þess vegna hægt að láta aðeins lengri tíma en 6 mánuði líða á milli meðferða,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál