Hvort var Kidman í síðum jakka eða kjól?

Nicole Kidman leit út fyrir að vera í venjulegum svörtum …
Nicole Kidman leit út fyrir að vera í venjulegum svörtum jakka. AFP

Líklegt er að fólk þurfi að rýna oftar en einu sinni, jafnvel oftar en tvisvar, í myndir sem teknar voru af leikkonunni Nicole Kidman á mánudag. Leikkonan virtist einna helst vera í buxnadragt en í ljós kom að hún var í mjög síðum jakka eða reyndar kjól eins og Ralph Lauren kýs að kalla það. 

Buxnadragtir hafa verið mjög vinsælar undanfarið, einnig stuttir kjólar sem líta út eins og dragtarjakkar. Nú virðist sem síðir kjólar sem líkjast dragtarjökkum séu einnig að koma sterkir inn. Kidman leit að minnsta kosti óaðfinnanlega út í kjólnum á galakvöldi Elle tileinkuðu konum í Hollywood. 

Kjóll Kidman var frá Ralph Lauren og kostar 4.045 pund eða ekki nema 650 þúsund krónur. Þrátt fyrir að Kidman hafi líklega efni á slíkum kjól er ólíklegt að hún hafi borgað fyrir kjólinn enda stjörnurnar í Hollywood vanar að fá lánuð föt fyrir fín tilefni. 

Nicole Kidman í síða jakkakjólnum.
Nicole Kidman í síða jakkakjólnum. AFP
Jakkakjóllinn er frá Ralph Lauren.
Jakkakjóllinn er frá Ralph Lauren. Ljósmynd/Ralph Lauren
mbl.is