Katrín féll í skugga eiginmanns síns

Katrín og Vilhjálmur voru fallega klædd í Íslamabad.
Katrín og Vilhjálmur voru fallega klædd í Íslamabad. AFP

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, klæddu sig upp í Íslamabad á þriðjudagskvöld. Vanalega er það klæðnaður Katrínar sem vekur mikla athygli en í þetta skiptið féll hún nánast í skugga eiginmanns síns þrátt fyrir að vera í glimmerkjól. 

Vilhjálmur klæddi sig að hætti heimamanna og mætti í „sherwani“. Um er að ræða formlegan klæðnað sem lítur einna helst út eins og fínn og léttur frakki. Voru föt Vilhjálms frá pakistanska merkinu Naushemian. 

Katrín var að sjálfsögðu óaðfinnanleg í grænum og glitrandi kjól frá breska hönnuðinum Jenny Peckham. Katrín var með sjal yfir öxlina sem passaði vel við tækifærið. 

Katrín og Vilhjálmur í sparifötunum.
Katrín og Vilhjálmur í sparifötunum. AFP
Vilhjálmur sló í gegn.
Vilhjálmur sló í gegn. AFP
mbl.is