Braut allar reglur í buxum undir síðu pilsi

Zendaya var í buxum undir pilsi.
Zendaya var í buxum undir pilsi. AFP

Bandaríska leikkonan Zendaya braut allar reglur þegar hún mætti á galakvöld í Hollywood á dögunum í síðu pilsi og víðum buxum undir. Um 20 ár eru síðan það þótti flott að vera í buxum undir pilsi eða kjól en það er greinilega að koma aftur. 

Zendaya var í glænýjum fötum frá Peter Do. Hún leit út fyrir að vera í buxnadragt en þó var eitthvað óvenjulegt við klæðnað hennar. Skyrtan og buxurnar pössuðu saman og jakkinn passaði við pilsið. Stórt og áberandi belti fullkomnaði svo útlitið. 

Sú kenning að víðar buxur fari ekki vel undir pils er hér með afsönnuð. Íslenskar konur getað fagnað þessari tískubylgju enda voðalega gott að geta klæðst buxum á haustin og veturna. 

Hér sést hvernig buxur Zendayu pössuðu vel við pilsið.
Hér sést hvernig buxur Zendayu pössuðu vel við pilsið. AFP
mbl.is