Kanye hannar ljótari sandala en Croc's

Inniskórnir frá Kanye West féllu í kramið hjá börnunum hans.
Inniskórnir frá Kanye West féllu í kramið hjá börnunum hans. AFP

Fjöllistamanninum Kanye West er margt til listanna lagt, til dæmis að hanna skó. Rapparinn og fatahönnuðurinn sendi nýlega frá sér nýja skólínu fyrir börn, Kids Yeezy Slides. 

Eiginkona West, Kim Kardashian West, sýndi frá skónnum á Instagraminu sínu nýlega þar sem hún sýndi tvö af börnum sínum í skónum, þau Chicago og Saint. Börnin virtust hæstánægð með skóna sem pabbi þeirra hannaði og vildu ekki fara úr þeim. 

Skórnir umtöluðu.
Skórnir umtöluðu. skjáskot/Instagram

Skórnir koma í litum sem eru einkennandi fyrir föt og skó hönnuð af West, brúnum, grænum og kremlituðum. Þeir líta þó mest út eins og ný útgáfa af Croc's eins og margir hafa bent á á samfélagsmiðlum. Aðrir segja þetta vera eins og inniskór í fangelsum. 
mbl.is