Vísindin segja Bellu fallegasta

Bella Hadid er fallegust.
Bella Hadid er fallegust. AFP

Fyrirsætan Bella Hadid er fallegasta kona í heimi ef marka má nýja rannsókn. Í rannsókninni var skoðað hvað gæti talist sem fallegasta andlit í heimi.

Hin 23 ára gamla fyrirsæta var 94,35% eins og mæling á útlitslegri fullkomnun sem rakin er aftur til Grikklands til forna. 

Augu, augabrúnir, nef, varir, haka, kjálki og andlitslag Hadid voru mæld og voru þau líkust því grískum gullstöðlum fegurðar, stærðfræðilegrar jöfnu búin til í Grikklandi til forna til að mæla fegurð. 

Tónlistarkonan Beyoncé Knowles var í öðru sæti en hún var 92,44% lík mælingunni. Leikkonan Amber Heard var þriðja, 91,85% og tónlistarkonan Ariana Grande mældist með 91,81% líkindi. 

Mælingarnar byggðu á aðferðum lýtalæknisins Julian De Silva. „Bella Hadid var augljós sigurvegari þegar allir þættir andlitsins voru mældir miðað við útlitslega fullkomnun. Hún var með hæstu einkunnina fyrir hökuna, með 99,7% líkindi, sem er aðeins 0,3% frá því að vera fullkomin,“ sagði De Silva. 

„Þessar glænýju aðferðir aðstoða okkur við að leysa ráðgátuna um hvað það er sem gerir fólk útlitslega fallegt og tæknin er hjálpleg við að skipuleggja lýtaaðgerðir sjúklinga,“ sagði De Silva.

Beyoncé lenti í öðru sæti.
Beyoncé lenti í öðru sæti. GABRIEL BOUYS
Amber Heard var sú þriðja.
Amber Heard var sú þriðja.
Ariana Grande var sú fjórða.
Ariana Grande var sú fjórða. AFP
mbl.is