Gekk Mirren of langt?

Helen Mirren á frumsýningu Catherine The Great.
Helen Mirren á frumsýningu Catherine The Great. AFP

Leikkonan Helen Mirren slær sjaldan feilnótu þegar kemur að fatavali fyrir rauða dregilinn. Hún fór þó afar djarfa leið þegar hún mætti á frumsýningu Catherine The Great í Los Angeles á dögunum. Spyrja líklega einhverjir sig hvort hún hafi ekki klæðst of miklu turkíslituðu. 

Mirren var í fötum frá bandaríska tískuhúsinu Badgley Mischka. Yfir níðþröngum turkíslituðum kjól var hún í mikilli kápu með afar stórum ermum. Kápan var úr turkíslituðu glansefni. Til þess að toppa allt voru skartgripir Mirren einnig í turkíslit.

Öllu má nú ofgera og það mætti mögulega segja um litavalið hjá Mirren. Engu að síður bar hún fötin af reisn og nokkuð ljóst að ef einhver getur klæðst þessum lit frá toppi til táar á fágaðan hátt þá er það hin 74 ára gamla Óskarsverðlaunaleikkona Helen Mirren. 

Ermarnar á kápunni voru stórar.
Ermarnar á kápunni voru stórar. AFP
Helen Mirren var glæsileg í múnderingunni.
Helen Mirren var glæsileg í múnderingunni. AFP
mbl.is