Hera geislaði á frumsýningu See

Hera geislaði í gær.
Hera geislaði í gær. AFP

Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir geislaði á frumsýningu þáttanna See í Los Angeles í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir koma úr smiðju Apple og verða aðgengilegir á streymisveitunni Apple Tv sem opnar 1. nóvember.

Hera klæddist fagurrauðum kjól með klauf og var í hvítum hælaskóm við. Hún var í fríðu föruneyti á rauða dreglinum en með henni í þáttunum leika Jason Momoa, Alfre Woodard Nesta Cooper, Archie Madekwe, Yadira Guevara-Prip, Sylvia Hoeks og Christian Camargo.

Hera fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum.
Hera fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum. AFP
Hera klæddist rauðum kjól.
Hera klæddist rauðum kjól. AFP
Alfre Woodard, Jason Momoa, Nesta Cooper, Archie Madekwe, Hera Hilmarsdóttir, …
Alfre Woodard, Jason Momoa, Nesta Cooper, Archie Madekwe, Hera Hilmarsdóttir, Yadira Guevara-Prip, Sylvia Hoeks og Christian Camargo. AFP
mbl.is