Hera geislaði á frumsýningu See

Hera geislaði í gær.
Hera geislaði í gær. AFP

Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir geislaði á frumsýningu þáttanna See í Los Angeles í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir koma úr smiðju Apple og verða aðgengilegir á streymisveitunni Apple Tv sem opnar 1. nóvember.

Hera klæddist fagurrauðum kjól með klauf og var í hvítum hælaskóm við. Hún var í fríðu föruneyti á rauða dreglinum en með henni í þáttunum leika Jason Momoa, Alfre Woodard Nesta Cooper, Archie Madekwe, Yadira Guevara-Prip, Sylvia Hoeks og Christian Camargo.

Hera fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum.
Hera fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum. AFP
Hera klæddist rauðum kjól.
Hera klæddist rauðum kjól. AFP
Alfre Woodard, Jason Momoa, Nesta Cooper, Archie Madekwe, Hera Hilmarsdóttir, ...
Alfre Woodard, Jason Momoa, Nesta Cooper, Archie Madekwe, Hera Hilmarsdóttir, Yadira Guevara-Prip, Sylvia Hoeks og Christian Camargo. AFP
mbl.is