Kóngafólkið mætti í sínu fínasta

Kóngafólkið mætti í sínu fínasta pússi.
Kóngafólkið mætti í sínu fínasta pússi. Samsett mynd

Það voru ekki bara forsetahjón Íslands sem voru viðstödd þegar nýr Japanskeisari, Naru­hito, var krýndur í dag. Kóngafólk streymdi einnig að og er langt síðan að svona margir konungbornir einstaklingar hafa verið saman komnir í sínu allra fínasta pússi. Drottningar og krónprinsessur áttu sviðið og voru mættar í fínum síðkjólum þegar keisarinn var krýndur. 

Mathilde drottning Hollands stóð upp úr í afar fallega sniðnum bleikum kjól og með lítinn og settlegan hatt sem minnti á hatta Jackie Kennedy. Mary krónprinsessa Danmerkur var í svipuðum kjól en liturinn á kjól Hollandsdrottningar hafði betur og hatturinn hennar. 

Phil­ippe kon­ung­ur Belg­íu og Mat­hilde drottn­ing­ Beglíu.
Phil­ippe kon­ung­ur Belg­íu og Mat­hilde drottn­ing­ Beglíu. AFP
Mary krónsprinsessa og eiginmaður hennar Friðrik krónprins mættu fyrir hönd …
Mary krónsprinsessa og eiginmaður hennar Friðrik krónprins mættu fyrir hönd Danmerkur. AFP

Letiza Spánardrottning gerði einnig afar gott mót í kjól með blómamynstri frá spænska hönnuðinum Matilde Cano. Letiza sem er þekkt fyrir að fara eigin leiðir í fatavali og klæðist gjarnan ódýrari spænskum merkjum á borð við Zara og Mango. 

Letizia Spánardrottning var flott í blómakjól.
Letizia Spánardrottning var flott í blómakjól. AFP

Spánardrottning var með hárband en ekki hatt eins og venja er. Maxima drottning Belga mætti hins vegar með þann hatt sem fór líklega ekki fram hjá neinum.

Vilhjálmur-Alexander konungur Hollands og Maxma drottning létu sig ekki vanta.
Vilhjálmur-Alexander konungur Hollands og Maxma drottning létu sig ekki vanta. AFP
Jigme Khesar Namgyel Wangchuck konungur Bútan og Jetsun Pema drottning.
Jigme Khesar Namgyel Wangchuck konungur Bútan og Jetsun Pema drottning. AFP
Karl Gústaf Svíakonungur mætti með dóttur sinni, Victoríu krónprinsessu.
Karl Gústaf Svíakonungur mætti með dóttur sinni, Victoríu krónprinsessu. AFP
mbl.is