Fjarlægja „lýtaaðgerðar-filtera“ af Instagram

Instagram hefur sett nýjar reglur varðandi efni og auglýsingar á …
Instagram hefur sett nýjar reglur varðandi efni og auglýsingar á miðlinum sem tengjast megrunarvörum og lýtaaðgerðum. Hvers kyns „töfralausnir“ er til að mynda bannað að auglýsa. AFP

Filterar sem láta notendur líta út fyrir að hafa farið í lýtaaðgerð verða fjarlægðir af samfélagsmiðlinum Instagram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Spark AR, sem hannar og framleiðir umrædda filtera. 

Fyrirtækið segir í tilkynningunni að þau ætli endurmeta stefnu fyrirtækisins hvað varðar heilsu en þau vilja að notendur fái jákvæða upplifun af filterunum. Þau ætla að fjarlægja alla filtera sem tengjast lýtaaðgerðum, svosem þá sem stækka varir, og augu og minnka ásýnd nefsins. 

Þau ætla einnig að fresta því að samþykkja filtera sem sendir hafa verið inn. Ekki er hægt að segja til um hvenær lokið verður við að fjarlægja filterana en Spark AR segir það gerast á næstu misserum. 

Í ágúst í fyrra birtist grein í tímaritinu JAMA Facial Plastic Surgery þar sem lýtalæknar greina frá því að fjöldi sjúklingar komi í miklu mæli með filteraða mynd af sér og vilja líta út eins út í raunveruleikanum. Hér áður fyrr kom fólk frek­ar með mynd­ir af frægu fólki sem það vill líkj­ast. Lýta­lækn­arn­ir á bak við grein­ina, segja að lýtaaðgerðir sem geri fólk lík­ara filter­un­um hafi ekki góð áhrif á BDD-rösk­un­ina, held­ur geri illt verra.

mbl.is