Parker finnst kvíðavaldandi að versla

Söruh Jessicu Parker finnst kvíðavaldandi að versla.
Söruh Jessicu Parker finnst kvíðavaldandi að versla.

Leikkonan Sarah Jessica Parker á ekki margt sameiginlegt með söguhetjunni Carrie Bradshaw sem hún lék um árabil. Ólíkt Bradshaw sem lifði fyrir að kaupa skó, fatnað og fylgihluti finnst Parker kvíðavaldandi að versla. 

Parker fór með hlutverk Sex and the City, Beðmál í borginni, á árunum 1998 til 2004 og öðlaðist mikla frægð fyrir. Persóna hennar var iðulega að versla og hafði sérstaklega auga fyrir fallegum skóm. 

Sarah Jessica Parker fór með hlutverk hinnar skó-óðu Carrie Bradshaw.
Sarah Jessica Parker fór með hlutverk hinnar skó-óðu Carrie Bradshaw. JUSTIN TALLIS

Parker opnaði sig á dögunum um það að hún hafi ekki verslað mikið á undanförnum árum og henni þætti það kvíðavaldandi að versla. „Ég er ekki klikkuð í innkaupum og hef ekki verið það í mörg ár,“ sagði leikkonan í útvarpsviðtali í Ástralíu. 

„Að versla getur stundum verið kvíðavaldandi fyrir mig. Mér líður illa, fattarðu hvað ég á við? Ég kaupi eitthvað og hugsa þarf ég þetta virkilega? Mun ég vilja eiga þetta eftir fimm ár? Verð ég flott í þessu eftir fimm ár?“ sagði Parker.

Hún sagði einnig að hún teldi að enginn gæti átt í eins sambandi við skó og Carrie Bradshaw, að skór væru eins konar ástríða fyrir henni. 

Parker hefur þó ekki sagt skilið við tískuheiminn en hún var stödd í Ástralíu til að kynna nýja skólínu sem hún hannaði, SJP Collection. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál