Finnst íslenskar konur mála sig of mikið

Anna Margrét Björnsson bjó í París um árabil.
Anna Margrét Björnsson bjó í París um árabil. Ljósmynd/Saga Sig

Anna Margrét Björnsson, blaðamaður, rithöfundur og kynningarstjóri hjá Ambeth PR, bjó í París um árabil. Henni finnst íslenskar konur mála sig allt of mikið en er á því að þessi Instagram-förðunartíska eins og hún kallar hana sé að líða undir lok. 

Hún notar léttan farða eða litadagkrem og segir að konur ættu ekki að vanmeta mikilvægi farðans.

„Ég held að helstu förðunarmistök sem ég hef gert séu örugglega að nota of mikið eða of þekjandi farða. Ég bjó í París í nokkur ár og ég horfi mikið til þess hvernig franskar stelpur og konur farða sig. Þar er mjög mikil áhersla á að húðin fái bara að njóta sín og virki alls ekki förðuð. Farði getur látið mann líta eldri út. Allt svona „contouring“ er alveg bannað þar og bara notaður fallegur frísklegur kremaður kinnalitur með huggulegum litaleiðréttara (e. concealer) undir augun. Franskar konur leggja frekar áherslu á að húðin sé vel nærð og falleg. Ég nota yfirleitt bara einföld krem án aukaefna eins og frá Weleda og hef nýlega byrjað að fara reglulega í húðkuldameðferð (e. cryo therapy facial) á Hydra Float Spa á Rauðarárstíg. Í þessari meðferð er mjög kalt loft notað á andlitið og við þessa kuldameðferð öðlast húðin aukið blóðflæði og ljóma.

Mínar daglegu förðunarvenjur eru að ég byrja á því að setja á mig rakakrem, sem er BB frá Garnier, síðan nota ég YSL litaleiðrétti undir augun því ég er með svo dökka bauga undir augunum. Svo annaðhvort ferskjulitaðan eða bleikan kinnalit efst á kinnbeinin. Ég er mjög hrifin af útlitinu frá sjöunda áratugnum og geng yfirleitt með svartan kisulegan augnlínufarða (e. eyeliner) og ef ég er að fara út á kvöldin ýki ég augun með enn meira svörtu, meira rokk og ról og pínu sjúskað.“

BB dagkremið frá Garnier.
BB dagkremið frá Garnier.

Anna Margrét gengur oftast með látlausan varalit eða gloss.

„Ég er hrifin af rósbleikum lit en einstaka sinnum finnst mér mjög gaman að vera með eldrauðan varalit en þá tóna ég niður augnförðunina.“

Rósbleikur varalitur frá MAC.
Rósbleikur varalitur frá MAC.

Hvað ættum við ekki að gera þegar kemur að farða?

„Mér finnst stelpur og konur vera allt, allt of mikið málaðar þessa dagana. Húðfarðinn er allt of þykkur og allt of mikið ofan á húðinni, augabrúnirnar allt of teiknaðar og þykkar og það er allt of mikið af einhverju „contouring“-dæmi í gangi og of mikið ljómapúður (e. highlighter) úti um allt. Ég held hins vegar að þessi „Instagram“-förðunartíska sé að líða undir lok. Konur eiga bara að líta út eins og þær sjálfar.“

Hún notar Face and Body Foundation farðann frá MAC við …
Hún notar Face and Body Foundation farðann frá MAC við betri tækifæri.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »