Kendall Jenner tryllti sýningargesti

Valli-stelpur og -strákar og fjöldi glæsilegra gesta sóttu tískusýningu Giambattista Valli x H&M í gærkvöldi. Litrík og mikilfengleg veisla sem haldin var við einar merkustu söguminjar Rómar – Palazzo Doria Pamphilj höllina. Íburður og glæsileiki þessarar fornu hallar, einstakt listmunasafnið sem hún geymir og rómverskur heimsborgarastíllinn fóru sérlega vel við frumlegan og frjálsan anda línunnar, stórkostlega hönnunina og fágaðan stílinn.

Tímaleysi, sígilt yfirbragð og áreynslulaus glæsileiki hinnar nýju Giambattista Valli x H&M-línu birtist ljóslifandi á skærbleikum sýningarpalli þar sem fyrirsætur, stjörnur og íbúar Rómaborgar gengu pallinn. Sýningunni lauk með stórbrotinni lokafylkingu með stórstjörnunni Kendall Jenner fremsta í flokki, íklæddri hinum fræga rauða kjól sem einkennir línuna. Meðal gesta voru Troye Sivan, Sofia Carson, Alexa Demie, H.E.R, Cameron Monaghan, Chiara Ferragni og Chris Lee, öll glæsilega klædd flíkum úr línunni.

Eftir sýninguna var boðið upp á kokteila og því næst haldið niður að Via del Corso og Grand Hotel Plaza, öðru Rómarkennileiti sem frægt er fyrir tímalausan glæsileika, en þar stjórnaði plötusnúðateymið ekta Circoloco eftirpartíi.

„Tískuhúsið mitt hefur bækistöðvar í París, en ég er gífurlega stoltur af rómverskum uppruna mínum: Hjarta mitt slær ævinlega með „borginni eilífu“ – città eterna – og þess vegna ákvað ég að halda sýninguna hér í Róm, í Palazzo Doria Pamphilj. Róm, með sitt auðuga og fjölbreytta mannlíf, hefur mótað viðhorf mín og persónuleika. Það var því stórkostlegt að sjá línuna taka á sig lifandi mynd hér, í heimaborginni minni,“ segir Giambattista Valli.

„Það var yndislegt að fá að halda þennan magnaða viðburð fyrir Giambattista Valli x H&M. Þetta var ekta Rómarkvöld, fullt af fjöri og glæsileika með „dolce vita“-blæ. Andi þessarar einstöku línu varð ljóslifandi í fallegum sölum, þrungnum sögu og merkingu, þegar Valli-stelpurnar og -strákarnir okkar gengu pallinn, tilbúin til að gera nóttina og götur borgarinnar að sínum,“ segir Ann Sofie Johansson.

Smartland var á staðnum og geta lesendur skoðað tískusýninguna á Instagram-reikningi Smartlands Mörtu Maríu.

View this post on Instagram

Giambattista Valli og HM kynntu línu sína í gærkvöldi! Þið getið séð tískusýninguna á Instagram Story Smartlands!

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Oct 25, 2019 at 2:47am PDT

Giambattista Valli x H&M línan – sem skartar kvenfatnaði, herrafatnaði og fylgihlutum – kemur í sölu 7. nóvember í völdum verslunum H&M um heim allan, þar á meðal í H&M Smáralind kl. 11:00.

mbl.is