Valdamesta kona heims veit hvað klæðir hana best

Anna Wintour er ein valdamesta kona heims.
Anna Wintour er ein valdamesta kona heims. AFP

Anna Wintour hefur fundið sinn stíl og keyrir þá braut sem hún þekkir með mismunandi munstrum og öðrum smáatriðum. En í grunninn leitar hún í það sama.

Anna Wintour gengur mikið í munstruðum kjólum sem eru aðsniðnir. Oftast eru kjólarnir með sniðsaumum að framan og aftan og jafnvel teknir í sundur í mittinu svo hægt sé að forma þá betur. Þegar kjóll er sniðinn er miklu auðveldara að eiga við kjólinn, þrengja og víkka eftir hentugleika, ef sniðið er eins og á kjólum Wintour. Oftast eru kjólarnir með ermum sem ná niður að olnboga en stundum eru ermarnar styttri. Kjólarnir hennar Önnu Wintour koma frá öllum heimsins tískuhúsum og ná oftar en ekki upp í háls. Síddin á kjólunum er misjöfn, stundum ná þeir niður á miðjan sköflung og stundum eru þeir styttri.

Íslenskar konur ættu að taka Wintour sér til fyrirmyndar og leggja meiri metnað í að finna sitt snið. Ég er ekki að segja að allar konur eigi að klippa á sig topp og fara í munstraða kjóla. En það er allt of algengt að við hlaupum á eftir hverjum tískustraumum án þess að velta fyrir okkur hvað sé klæðilegt og hvað henti okkur best. Ef við gerum það getum við sparað mikið af peningum. Ef við vitum hvaða snið klæðir okkur best getum við unnið með það og bætt við fataskápinn án þess að þurfa að uppfæra okkur reglulega því við erum dottnar úr móð.

Anna Wintour mætir hér á tískusýningu Tom Ford.
Anna Wintour mætir hér á tískusýningu Tom Ford. AFP
Anna Wintour og Hamish Bowles.
Anna Wintour og Hamish Bowles. AFP
Anna Wintour klæddist ljósum fötum þegar hú mætti á sýningu …
Anna Wintour klæddist ljósum fötum þegar hú mætti á sýningu Louis Vuitton. AFP
Þessi kjóll fæst í Boss búðinni í Kringlunni.
Þessi kjóll fæst í Boss búðinni í Kringlunni.
AFP
Anna Wintour ritstýrir Vogue.
Anna Wintour ritstýrir Vogue. mbl.is/AFP
Þessi kjóll fæst í Boss búðinni í Kringlunni.
Þessi kjóll fæst í Boss búðinni í Kringlunni.
AFP
AFP
AFP
Þessi kjóll er frá Gucci og fæst á Net-a-porter.com
Þessi kjóll er frá Gucci og fæst á Net-a-porter.com
Þessi kjóll er frá Gucci og fæst á Net-a-porter.com
Þessi kjóll er frá Gucci og fæst á Net-a-porter.com
Þessir kjólar eru mjög í anda Anna Wintour. Þeir fást …
Þessir kjólar eru mjög í anda Anna Wintour. Þeir fást í Vila.
Þessi kjóll fæst í Vila.
Þessi kjóll fæst í Vila.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »