Alls ekki föt fyrir þá sem eru alltaf heima að horfa á sjónvarpið

Þetta rauða tjull gerði allt vitlaust.
Þetta rauða tjull gerði allt vitlaust.

Það var ekki þverfótað fyrir frægðarmennum þegar Giambattista Valli og H&M frumsýndu samstarfsverkefni sitt í einni glæsilegustu höll Rómaborgar í síðustu viku. Sú sem hér skrifar fékk að upplifa þessa dýrð með eigin augum. Hápunktur kvöldsins var líklega að sjá Kendall Jenner með eigin augum.

Það voru glaðir tískusýningagestir sem mættu í Palazzo Doria Pamphilj-höllina í Róm á fimmtudaginn í síðustu viku. Höllin er þekkt fyrir listaverk sín og mikilfengleika. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og ekki að finna auðan eða óskreyttan flöt. Til þess að gera tískusýninguna enn áhrifameiri var búið að teppaleggja tískusýningapallana með bleikum gólfteppum og sátu gestirnir á sérútbúnum speglabekkjum. Inni á milli mátti sjá stæðurnar af hortensíum og því var ekki hægt að kvarta undan vondri lykt.

Gabriella Wilson.
Gabriella Wilson.

Giambattista Valli er ítalskur tískuhönnuður sem hefur notið mikillar velgengni. Honum fannst mikilvægt að halda þennan viðburð í Róm, þar sem hún er heimavöllur hans.

Samstarf sænska móðurskipsins H&M hófst árið 2004 þegar fyrirtækið gerði fyrstu línuna með Karli Lagerfeld heitnum sem féll frá fyrr á þessu ári. Þar sem samstarfið vakti mikla athygli var ákveðið að gera þetta aftur ári seinna. Undirrituð var einmitt stödd í Kaupmannahöfn þarna í byrjun nóvember 2004 og var ein af þeim sem biðu í röð fyrir utan H&M. Sem var alveg vel þess virði því ég er enn að nota einn stuttermabol úr línunni og nýlega búin að henda ermalausri shiffon-skyrtu úr þessari línu vegna þess að hún var farin að gefa sig vegna ofnotkunar.

Undirrituð naut þess að fá að upplifa stemninguna sem ríkti …
Undirrituð naut þess að fá að upplifa stemninguna sem ríkti í Palazzo Doria Pamphilj-höllinni í Róm.

Víkjum aftur að tískusýningunni sjálfri í Róm. Ég sat á ansi góðum stað ásamt nýju bestu vinkonu minni, Caroline Skeldbred, sem er blaðamaður á norska Elle. Við biðum í dágóða stund og vorum umkringdar þekktu fólki úr elítuheiminum. Og svo byrjaði þetta allt saman og tóku hjörtu okkar nokkur aukaslög þegar Kendall Jenner sjálf birtist á tískusýningarpallinum fyrir framan okkur. Þar var líka ameríska söngkonan og lagahöfundurinn Gabriella Wilson, leikkonan Alexa Demie, leikarinn Cameron Monaghan og ítalski áhrifavaldurinn Chiara Ferragni.

Kjólarnir í línunni passa kannski ekki sérstaklega vel ef fólk er alltaf bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið en fyrir þá sem elska að klæða sig upp á er af nægu að taka. Á tískusýningunni var líka sýnt hvað tjullkjólar eru svalir við hettupeysur, svo dæmi sé tekið. Það sem vakti athygli var að fyrirsætur voru í öllum fatastærðum, ekki bara í stærð XS. Stíliseringin var líka sérlega flott og skilin milli kynjanna voru nokkuð á reiki. Strákarnir voru með perlufestar og farðaðir og stelpurnar í strákafötum úr línunni. Sem er í takt við ráðandi tískustrauma. Það að skilgreina kyn sitt eitthvað sérstaklega er nefnilega svo mikið „last season“. Það vita það allir nema Íslandsbanki!

Alexa Demie.
Alexa Demie.
Cameron Monaghan.
Cameron Monaghan.
Chiara Ferragni.
Chiara Ferragni.
Troye.
Troye.
Kendall Jenner var glæsileg í þessum bleika tjullkjól.
Kendall Jenner var glæsileg í þessum bleika tjullkjól.
Förðunarvörur eru alls ekki bara fyrir konur enda fólk löngu …
Förðunarvörur eru alls ekki bara fyrir konur enda fólk löngu hætt að vera eitthvað skilgreina kyn sitt.
Hér má sjá geggjaðan tjullkjól með blómamunstri.
Hér má sjá geggjaðan tjullkjól með blómamunstri.
Perlufestar eru án efa fyrir bæði kynin.
Perlufestar eru án efa fyrir bæði kynin.
Settu stjörnur í kringum augum og líf þitt verður ennþá …
Settu stjörnur í kringum augum og líf þitt verður ennþá betra.
Það er svolítið Mína mús í þessum kjól.
Það er svolítið Mína mús í þessum kjól.
Doppurnar verða áberandi í vetur.
Doppurnar verða áberandi í vetur.
Það verður slegist um þennan loðjakka enda mjög flottur fyrir …
Það verður slegist um þennan loðjakka enda mjög flottur fyrir bæði kyn.
Perlur verða mjög vinsælar í vetur.
Perlur verða mjög vinsælar í vetur.
Það verður allt skemmtilegra í pallíettum.
Það verður allt skemmtilegra í pallíettum.
Í þessum kjól er hægt að halda upp á jól …
Í þessum kjól er hægt að halda upp á jól og áramót.
Þú myndir gera allt vitlaust á næstu árshátíð í þessum …
Þú myndir gera allt vitlaust á næstu árshátíð í þessum kjól. Takstu eftir stíliseringunni.
Hárnet og púff er svo mikið Giambattista Valli.
Hárnet og púff er svo mikið Giambattista Valli.
Rýkkingar og lekkert efni eru hér í forgrunni.
Rýkkingar og lekkert efni eru hér í forgrunni.
Skilin milli strákafata og stelpufata eru óskýr en eitt er …
Skilin milli strákafata og stelpufata eru óskýr en eitt er víst að það er aldrei of mikið hlébarðamunstur.
Ljósbleikar hettupeysur passa við allt.
Ljósbleikar hettupeysur passa við allt.
Það sakar aldrei að sýna eina bera öxl.
Það sakar aldrei að sýna eina bera öxl.
Það varð allt vitlaust á tískusýningunni þegar þessi kjóll var …
Það varð allt vitlaust á tískusýningunni þegar þessi kjóll var sýndur.
Þessi kjóll passar fyrir öll kyn.
Þessi kjóll passar fyrir öll kyn.
Það er alltaf tími fyrir smá loð.
Það er alltaf tími fyrir smá loð.
Bleik hettupeysa yfir tjullkjólinn fór vel ofan í tískusýningargesti.
Bleik hettupeysa yfir tjullkjólinn fór vel ofan í tískusýningargesti.
Þetta svarta tjull vakti athygli.
Þetta svarta tjull vakti athygli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál