Hefur eytt 2,3 milljónum í lýtaaðgerðir og er ekki hætt

Smith hefur eytt 2,3 milljónum í lýtaaðgerðir.
Smith hefur eytt 2,3 milljónum í lýtaaðgerðir. skjáskot/Instagram

Verslunarstjórinn Serena Smith hefur eytt 2,3 milljónum íslenskra króna í lýtaaðgerðir. Hún sagði í viðtali að hún sé að reyna að verða eins gervileg og hún getur og er hvernig nærri hætt í aðgerðunum. 

Hin 21 árs gamla Smith sagði að kærastinn hennar hafi beðið hana um að hætta vegna þess að karlmenn tryllast yfir henni. 

Hún segir að henni hafi alltaf fundist hún of venjuleg og dreymdi um að líta út eins og Britney Spears, Paris Hilton, Pamela Anderson og Anna Nicole Smith. Hún fór í fyrstu lýtaaðgerðina sína árið 2016, þá 18 ára gömul. Það vare brjóstastækkun og fór hún úr stærð 32A yfir í 31DD.

View this post on Instagram

💋💉

A post shared by Serena Smith (@theserenasmith) on Oct 20, 2019 at 7:45pm PDT

Þrátt fyrir aðgerðina fannst henni hún ekki líta nógu vel út. Hún er því búin að fara í nokkrar aðgerðir á andlitinu og láta sprauta bótoxi á hina ýmsu staði. Auk þess hefur hún farið í varafyllingu. 

Í apríl 2018 byrjaði hún í sambandi með vaxtaræktarmanninum Tyler, 29 ára, sem elskaði hvernig hún leit út. Hann hvatti hana til þess að hætta að fara í lýtaaðgerðir. 

Smith áður en lýtaaðgerðirnar tóku yfir.
Smith áður en lýtaaðgerðirnar tóku yfir. skjáskot/The Sun

Hún lét þó ekki segjast og segir honum að hennar löngun til að líta út eins gervilega og hún getur sé svipað og hann langi í stærri vöðva. 

„Síðan ég man eftir mér hef ég hugsað mikið um útlit og fegurð. Ég hef haft mikinn áhuga á lýtaaðgerðum frá unga aldri og hef horft á margar heimildarmyndir og þætti um það,“ sagði Smith.

Ég var heltekin af því að líta út eins og þessar konur. Áður en ég fór í nokkrar aðgerðir fannst mér ég ekki vera ég sjálf. Bara mjög venjuleg manneskja sem féll í hópinn. Auðvitað var ég samt náttúrulega falleg, en ég var of einföld að mínu mati,“ sagði Smith. 

Hún vill verða eins gervileg og hún getur.
Hún vill verða eins gervileg og hún getur. skjáskot/Instagram
mbl.is