Michelle Obama leyfði krullunum að njóta sín

Barack og Michelle Obama voru flott á dögunum en krullur …
Barack og Michelle Obama voru flott á dögunum en krullur frú Obama heilluðu marga. AFP

Fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, Barack og Michelle Obama, voru flott í tauinu þegar þau mættu á viðburð á vegum Obama Foundation á dögunum. Það er engin nýlunda að hjónin veki athygli fyrir glæsileg framkomu en forsetafrúin heillaði þó fleiri en venjulega þar sem hún leyfði náttúrulegum krullunum að njóta sín. 

Michelle Obama hefur æ oftar leyft náttúrulegum krullunum að njóta sín en það var þó ekki fyrr en eftir forsetatíð eiginmanns hennar sem hún fór að prófa sig áfram með hágreiðslur. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar hún prýddi forsíðu tímaritsins Essence fyrir ári síðan. 

Fram kemur á vef Allure að frú Obama hafi ekki bara leyft náttúrulegri áferðinni að njóta sín heldur hafi hún einnig skartað nýjum hárlit. Ef myndirnar eru skoðaðar vel má sjá glitta í dökkbrúnan litatón í hári frú Obama. 

Krullur Michelle Obama fengu að njóta sín.
Krullur Michelle Obama fengu að njóta sín. AFP
mbl.is