Mikilfengleiki barokksins mætir nútímanum

Mikilfengleiki barokksins var innblástur Lucia Pica við hönnum hátíðarlínu Chanel.
Mikilfengleiki barokksins var innblástur Lucia Pica við hönnum hátíðarlínu Chanel.

Það er óhætt að segja að hátíðarlína Chanel komi fólki í jólaskap enda ávallt mikið um dýrðir. Mínar fyrstu minningar af snyrtivörum eru tengdar Chanel því ég fór gjarnan með mömmu að skoða nýjustu línurnar frá merkinu og fljótlega vissi ég nákvæmlega hver Gréta Boða væri. Mamma hélt uppteknin hætt í gær þegar hún spurði hvort ég vildi koma með henni í Glæsibæ á kynningu jólalínu Chanel, þetta er heilög stund hjá okkur mæðgum. 

Í ár sækir Lucia Pica innblástur í fagurfræði barokksins og hátíðarlína Chanel nefnist Les Ornaments de Chanel. Gabrielle Chanel dáði prýðileika og þann mikla glæsileika sem einkenndi barokk-stílinn. Hátíðleiki og fágun einkennir þessa fallegu línu sem færir okkur snyrtivörur hugsaðar til að skapa birtu og auka aðdráttarafl, líkt og skartgripir.

Hátíðarlína Chanel nefnist Les Ornaments de Chanel og er ætlað …
Hátíðarlína Chanel nefnist Les Ornaments de Chanel og er ætlað að skapa aðdráttarafl líkt og skartgripir.

Les Ornaments de Chanel býr yfir sex Rouge Allure-varalitum í einstökum umbúðum sem koma í takmörkuðu upplagi. Að sögn Lucia Pica eru það þessir varalitir sem skapa jafnvægi á milli mikilfengleika barokksins og nútímans. 

Chanel Rouge Allure-varalitirnir koma í sex litum. Umbúðirnar eru glæsilegar …
Chanel Rouge Allure-varalitirnir koma í sex litum. Umbúðirnar eru glæsilegar skreyttar gulllituðum línum og koma í takmörkuðu upplagi.
Rauðar varir eru alltaf í tísku.
Rauðar varir eru alltaf í tísku.

Óhætt er að segja að Éclat Magnétique de Chanel sé ljómapúður sem stöðvar fólk í sporunum. Púðuragnirnar eru svo fínlega malaðar að þær verða nánast kremkenndar og sameinast húðinni náttúrulega. Ljóminn er þó mjög öflugur og verður þetta líklega ein eftirsóttasta snyrtivaran fyrir jólin. 

Éclat Magnétique de Chanel er ljómapúður sem verður líklega mjög …
Éclat Magnétique de Chanel er ljómapúður sem verður líklega mjög vinsælt fyrir jólin.
Auðvelt er að ná fram ljóma í andlitinu með hátíðarlínu …
Auðvelt er að ná fram ljóma í andlitinu með hátíðarlínu Chanel.

Augnskuggar eru að sjálfsögðu áberandi innan línunnar og ber fyrst að nefna Les 4 Ombres þar sem fjórir satínkenndir augnskuggar koma saman í hátíðlegum litatónum sem þó henta vel við flest tilefni.

Chanel Les 4 Ombres í litnum Lumiére et Opulence.
Chanel Les 4 Ombres í litnum Lumiére et Opulence.

Tveir Chanel Ombre Premiére stakir aunskuggar eru í boði í ofboðslega fallegum litum. Fyrri í koparkenndum gulltóni og hinn í djúpum plómukenndum lit. 

Chanel Ombre Premiére koma í tveimur litum.
Chanel Ombre Premiére koma í tveimur litum.
Prófaðu að nota gylltan tón í augnkrókana til að lýsa …
Prófaðu að nota gylltan tón í augnkrókana til að lýsa upp augun.


Hátíðarförðunin er svo toppuð með naglalökkum Chanel sem koma í rauðum litatóni og djúpgrænum.

Chanel Le Vernis setja punktið yfir i-ið en þau koma …
Chanel Le Vernis setja punktið yfir i-ið en þau koma í tveimur litum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál