Baksviðs á tískuviðburði ársins

Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas

Mikið var um dýrðir í Listasafni Reykjavíkur þegar Geysir kynnti nýjustu fatalínu sína. Fýkur yfir hæðir nefnist þessi fimmta fatalína Ernu Einarsdóttur fyrir Geysi en hún er innblásin af verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Óhætt er að segja að um tískuviðburð ársins sé að ræða en áætlað er að um 500 manns hafi mætt til að berja sýninguna augum, sem stjórnað var af Ernu Hreinsdóttur.

Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas

Fagfólk var í hverjum krók og kima en Ástrós Erla Benediktsdóttir stýrði förðunarteymi kvöldsins. „Við vildum ná fram ofboðslega ferskri og ljómandi húð á fyrirsætunum sem við pöruðum svo við létta smoky-förðun. Ég sótti innblástur svolítið í haustlitina og því notuðum við mikið brúna tóna og aðeins út í karrýgult,“ segir Ástrós en hún notaði eingöngu förðunarvörur frá Urban Decay. „Það skiptir mig miklu máli að nota cruelty free-snyrtivörur og er það ein af ástæðum þess að ég valdi að nota vörur frá Urban Decay. Eins býður merkið upp á mikla fjölbreytni þegar kemur að litum og áferðum svo það var mjög gaman að vinna með vörurnar.“ 

Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas


Húðin var fyrst undirbúin með húðvörum frá BIOEFFECT. „Við byrjuðum á því að hreinsa húð fyrirsætanna með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water og svo bárum við BIOEFFECT EGF Day Serum á húðina. Það mýkir húðina, veitir henni raka og er frábært undir farða,“ segir Ástrós en BIOEFFECT Body Intensive-líkamskremið var borið á þá líkamshluta fyrirsætanna sem sást í, t.d. fótleggi, handleggi og bringu. Stay Naked, nýjasti farði Urban Decay, var borinn létt á húðina og Stay Naked-hyljarinn notaður sparlega á misfellur í húðinni, ef einhverjar voru. „Við notuðum mikið Naked Skin Shapeshifter-pallettuna frá Urban Decay. Ljómapúðrið í pallettunni var mikið notað sem og skyggingarliturinn,“ segir Ástrós en einnig var varagloss notað á kinnbeinin til að fá enn glossaðri áferð á húðina. 

Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas

Það var gaman að sjá hvernig Ástrós notaði varaliti sem kinnaliti og var útkoman sérlega falleg. Urban Decay Vice-varalitirnir í litunum Uptight og Hitch Hike voru notaðir á kinnarnar en þó líka aðeins á varirnar sjálfar til að móta þær. Nokkrir litatónar úr Naked Heat-augnskuggapallettunni frá Urban Decay voru einnig notaðir sem kinnalitir og í augnförðunina. Ástrós er lagin við að nota förðunarvörur á annan hátt en þær voru upprunalega ætlaðar til en hún notaði t.d. augabrúnagel á augnhárin í stað maskara. „Ég vildi ekki þetta þykka lúkk við augun svo við notuðum Brow Endowed-augabrúnagelið frá Urban Decay á augnhárin og svo Brow Blade Ink Stain-augabrúnapennann til að móta augabrúnirnar,“ lýsir Ástrós.  

Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas

Hárið var í höndum Hörpu Ómarsdóttur sem notaði vörur frá ítalska hárvörumerkinu Davines, en merkið er með sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu hárvaranna. Náttúruleg áferð hársins fékk að njóta sín, ef hún var til staðar, en annars var hárið slétt eða í tagli. Ásýnd hársins var heilbrigð og náttúruleg. This Is A Relaxing Moisturizing Fluid frá Davines var sett í rakt hárið til að gera það mýkra og taka allan úfning úr því og hárið þurrkað með hárblásara frá HH Simonsen. Þegar hárið var orðið þurrt var Hair Refresher-þurrsjampóið notað ásamt Your Hair Assistant Perfecting Hairspray frá Davines til að fá létt hald í hárið.

Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas
Sunday&White / Laimonas Dom Baranauskas







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál