Er hægt að fjarlægja brúna bletti í andliti og líkama?

Íslensk kona er með mikið af blettum á húðinni eftir …
Íslensk kona er með mikið af blettum á húðinni eftir sumarið.

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er með mikið af brúnum blettum í andliti og á líkamanum eftir sumarið. 

Sæl Ragna Hlín

Ég hef tekið eftir mörgum nýjum brúnum blettum í andliti og handleggjum eftir sumarið og mig langar að vita hvort sé hægt að fjarlægja þá án skurðaðgerðar?

Kveðja Fríða

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Sæl Fríða!

Brúnir blettir á húðinni geta verið af ýmsum toga til dæmis freknur, sólarblettir, elliblettir eða fæðingarblettir. Líklega eru þetta nýir sólarblettir eða freknur sem þú ert að uppgötva þar sem við vorum frekar heppin með sólina í sumar. Hins vegar er nauðsynlegt að fá faglegt mat á þessum blettum áður en þeir eru meðhöndlaðir því meðferðirnar eru mjög ólíkar og ég ráðlegg þér eindregið að panta þér tíma í blettaskoðun hjá húðsjúkdómalækni.

Sólarbletti (lentigo solaris) er hægt að fjarlægja með laser meðferð eða frystingu. Ellibletti er hins vegar best að fjarlægja með frystingu eða að skrapa þá burtu. Fæðingarbletti þarf hins vegar að fjarlægja með aðgerð.

Kærar kveðjur,

Ragna Hlín húðlæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Rögnu Hlín spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál