Láttu formúluna yngja þig upp meðan þú sefur

Flestir kjósa að vera með vel nærða og mjúka húð sem ljómar að heilbrigði og þokka. Ef þú vilt gera sérstaklega vel við þig þá er Amber Algave Revitalize-dagkremið og næturkremið úr Blue Therapy-línunni frá Biotherm eitthvað fyrir þig. 

Fólk sem er farið að eldast finnur að húðin verður viðkvæmari með aldrinum. Það er vegna þess að húðin þynnist þegar við eldumst og þá hægist á endurnýjun húðarinnar. Húðliturinn verður daufari, ójafnari og húðin þurrari. 

Í Amber Algave Revitalize-dagkreminu og næturkreminu eru þörungar sem gefa húðinni meiri raka og meiri ljóma. Þörungurinn í þessari kremlínu verndar þéttleika húðarinnar og gerir hana stinnari. Í kremunum er líka omega 6 og omega 9 sem hjálpar húðinni að viðhalda raka hennar og eykur teygjanleika. 

Dagkremið fer á andlitið á morgnana áður en farði dagsins er borinn á. Á kvöldin er næturkremið sett á andlitið eftir að það er þrifið eftir daginn. Þessi tvenna spilar mjög vel saman og til að fá sem mest út úr þessu öllu saman er svo sannarlega langbest að sofa á silkikodda sem fer betur með húðina en bómull. 

mbl.is