„Hún lítur út eins og Beyoncé!“

Líklega gleymir enginn stórleik Beyoncé í kvikmyndinni Austin Powers in …
Líklega gleymir enginn stórleik Beyoncé í kvikmyndinni Austin Powers in Goldmember. Mynd/Pinterest.

Kannski var Beyoncé að vonast til þess að fólk væri búið að gleyma fraumraun hennar á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Austin Powers in Goldmember. Söngkonan Lizzo minnti þó alla á þessa frábæru kvikmynd um daginn. „Sjáið þið þetta? Hún lítur út eins og Beyoncé í Goldmember!“ hrópaði Lizzo en æsingurinn var skiljanlegur. Hún var að lýsa nýjustu og heitustu augnskuggapallettunni á markaðnum: Naked Honey frá Urban Decay.

Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Naked Honey. Augnskuggapallettunni fylgir augnskuggabursti …
Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Naked Honey. Augnskuggapallettunni fylgir augnskuggabursti með tveimur mismunandi endum.

Líklega hef ég aldrei áður heyrt neinn líkja augnskuggapallettu við stórstjörnu en Lizzo hefur rétt fyrir sér. Naked Honey-augnskuggapallettan minnir sannarlega á Beyoncé með hunangsbrúnum litum sínum og glitrandi gulltónum. Það mætti einnig líkja henni við Jennifer Lopez eða Mariah Carey. 

Naked Honey býr yfir 12 girnilegum augnskuggum.
Naked Honey býr yfir 12 girnilegum augnskuggum.

Naked Honey frá Urban Decay tekur mig aftur á hin gullnu ár í byrjun aldarinnar þegar alvöru popptónlist hljómaði, gallaefnið var í aðalhlutverki og varaglossið var upp á sitt besta. Þetta var saklaust en sexý tímabil þar sem allir voru „hard to get“ því samskipti fóru fram í gegnum heimasímann. Á sama tíma finnst mér Naked Honey hátíðleg og fáguð en mjúk áferð augnskugganna minnir sannarlega á hunang. Náttúrulegir litatónarnir í bland við glamúr eru einmitt eitthvað sem dívur á borð við Beyoncé, Carey og Lopez myndu nota. 

Hér sést hvernig allir litirnir koma út á þremur mismunandi …
Hér sést hvernig allir litirnir koma út á þremur mismunandi húðtónum.

Það er viðeigandi að samhliða pallettunni komi gloss frá Urban Decay sem nefnist Lip Plumper. Eins og nafnið gefur til kynna veitir það vörunum þrýstnari ásýnd en formúlan býr yfir koffíni, jojoba-olíu og sólblóma-olíu til að gera varirnar ómótstæðilegar. Formúlan er vegan og kemur í þremur litum: Honey, Cherry og Heat. 

Lip Plumper er nýjasta glossið frá Urban Decay en það …
Lip Plumper er nýjasta glossið frá Urban Decay en það gerir varirnar þrýstnari og kyssulegri. Formúlan er vegan.

Hér fyrir neðan má sjá hina áströlsku Chloe Morello sýna hvernig hún notar Naked Honey í förðuninni:

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: @Snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is