Rauða kápan sú síðasta sem Fonda kaupir

Jane Fonda í rauðu kápunni.
Jane Fonda í rauðu kápunni. AFP

Leik­kon­an og lofts­lagsaðgerðasinn­inn Jane Fonda sagðist nýlega vera hætt að kaupa ný föt. Rauð kápa er síðasta flíkin sem Fonda kaupir. Stjarnan hefur klæðst kápunni þegar hún tekur þátt í mótmælum vegna aðgerðarleysi stjórn­valda í Bandaríkjunum í lofts­lags­mál­um. 

„Rauðu kápuna keypti ég á útsölu. Ég hef sagt að þetta sé síðasta flíkin sem ég kaupi,“ sagði Fonda fyrir helgi og bað lúxusverslunina Saks Fifth Avenue afsökunar að því fram kemur á vef Harper's Bazaar. Segir hún skrítið að ganga í gegnum búðina vitandi það að hún geti ekki keypt neitt. Segir hún fólk vita að hún hafi látið þess orð falla. 

Tilgangurinn með kaupbanni Fonda er að minnka neyslu í þágu umhverfisins. 

Fonda greindi fyrst frá því þann 1. nóvember að hún væri hætt að kaupa ný föt. Þá sagði Fonda að fólk þyrfti ekki að kaupa eins mikið og það gerir. Sagði hún jafnframt að fólk ætti ekki að snúa sér að því að kaupa hluti til þess að finna sjálft sig. „Við þurfum ekki fleiri hluti,“ sagði Fonda.

Jona Fonda fer ekki fram hjá neinum í rauðu kápunni.
Jona Fonda fer ekki fram hjá neinum í rauðu kápunni. AFP
Jane Fonda keypti rauðu kápuna á útsölu.
Jane Fonda keypti rauðu kápuna á útsölu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál