Húðvörur sem hæfa keisaraynju

Í tilefni af 40 ára afmæli Sensai kemur ný húðvörulína …
Í tilefni af 40 ára afmæli Sensai kemur ný húðvörulína á markað sem hámarkar áhrif silkis á húðina.

Afrakstur ítarlegra rannsókna japanskra vísindamanna leit fyrst dagsins ljós fyrir 40 árum í London og urðu vörur Sensai samstundis gífurlega vinsælar á meðal evrópskra viðskiptavina. Japönsk menning, órjúfanlegar hefðir og þessi samblanda tímalausra hefða og fagurfræði heillar heimsbyggðina sífellt meira. Í tilefni þess að liðin eru 40 ár frá því Japanir fóru að hafa áhrif á fegurð evrópskra kvenna endurvekur Sensai nú gildi og áhrif japanskrar menningar með endurbættri vörulínu merkisins. Sensai endurspeglar fágaða japanska fegurð með hófsemi að leiðarljósi. Frá náttúrunnar hendi búa Japanir yfir þeim eiginleikum að geta skynjað hið ósýnilega og ósagða. 

Eingöngu framleitt fyrir keisarafjölskylduna í Japan

Upphafið að áhrifum silkis á húðina má rekja til þess tíma er konur sátu við vefstóla og spunnu klæði úr silkiþræði. Glöggir aðilar tóku eftir að húðin á höndum kvennanna var einstaklega slétt og silkimjúk og var það síðar rakið til áhrifa frá silkiþræðinum. Í framhaldinu hófu forsvarsmenn Sensai áratugalanga leit að því hvernig sem best mætti stuðla að lýtalausri og silkimjúkri húð. Þessi vegferð leiddi þá áfram að Koishimaru-silkinu sem oft er nefnt „hið konunglega silki“ þar sem það var á sínum tíma eingöngu framleitt fyrir keisarafjölskylduna í Japan. Af öllum silkiþráðum reyndist Koishimaru-silkið búa yfir þeim allra fínustu. Ofnir saman gefa þeir örlítið óreglulegt yfirborð sem laðar fram einstakan ljóma, hógværan og hressilegan í senn, rétt eins og þeim ljóma sem stafar af silkinu sjálfu.

Koishimaru-silkið býr yfir sérlega fínlegum silkiþráðum eins og sjá má …
Koishimaru-silkið býr yfir sérlega fínlegum silkiþráðum eins og sjá má á þessari mynd.

Hvað gerir Koishimaru-silkið fyrir húðina?

Ekkert annað silki hefur reynst búa yfir sömu eiginleikum Koishimaru-silkisins. Rannsóknir Sensai sýndu að það myndar einstakan verndarhjúp yfir húðina með ljóma sínum, hárfínum litbrigðum og fínleika. Rétt eins og húðin sé sveipuð nýrri yfirborðshúð. Rannsóknaraðilar Sensai uppgötvuðu einnig að Koishimaru-silkið býr yfir þeim einstöku eiginleikum að geta örvað framleiðslu húðarinnar á rakagefandi efnum sem í henni býr. Sensai hefur einkaleyfi fyrir þeim efnum sem sótt eru beint til Koishimaru-silkisins. Koishimaru Silk Royal™ er afurð áframhaldandi rannsókna á silkinu en þessi nýjasta efnasamsetning Sensai blandar saman rakagefandi og nærandi eiginleikum Koishimaru-silkis við öflug efni gegn öldrunareinkennum húðarinnar. Þessi efni koma í veg fyrir að húðin verði hrjúf og styrkja varnarkerfi hennar gagnvart skaðlegu utanaðkomandi áreiti. Sömuleiðis er framleiðsla húðarinnar á hýalúrónsýru örvuð, bæði í neðstu og efstu lögum hennar, svo hún er ávallt böðuð í heilum hafsjó af raka. Þannig tekst Koishimaru Silk Royal™ að koma í veg fyrir að húðin missi frískleika sinn þegar aldurinn færist yfir. 

Ný örbólutækni sem ekki hefur sést áður

Absolute Silk nefnist nýjasta vörulína Sensai og er óhætt að segja að stjarna línunnar sé Absolute Silk Micro Mousse Treatment. Um er að ræða froðukennda húðmeðferð sem býr yfir örsmáum kolsýrðum loftbólum. Þær örva eðlilega starfsemi húðarinnar og gæða hana nýju lífi og gefa henni einstaka mýkt. Örbóla verður til þegar 100% hrein kolsýra og tækniþekking Sensai sameinast. Umfang kolsýrunnar er takmarkað en stök örbóla er 8.000 sinnum minni um sig en algengasta stærð loftbólu í vatni. Hún er vernduð af fjölliðum og býr yfir hárnákvæmum stöðugleika sem hindrar að hún eyðist of snemma, áður en hún nær tilætluðu hlutverki. Örbólan veitir húðinni fordæmalausa einangrun og nauðsynlegan stöðugleika. Tækni sem þessi byggir brú á milli lífefnafræðilegs fyrirbæris og húðumhirðu sem dregur úr ummerkjum öldrunar.

Sensai Absolute Silk Micro Mousse Treatment, 19.800 kr. (Beautybox.is)
Sensai Absolute Silk Micro Mousse Treatment, 19.800 kr. (Beautybox.is)

Hvað gerir kolsýra fyrir húðina? 

Kolsýra á í snöggu „ástarsambandi“ við pH-gildi rauðra blóðkorna og aðstoðar þau við losun súrefnis. Þetta er svokölluð Bohr-kenning en kenningar þessa danska efnafræðings eru mikið notaðar í læknisfræði, lyfjafræði og snyrtifræði. Vegna afar uppleysanlegra eiginleika getur kolsýra auðveldlega smogið í gegnum húðina og þanið æðar í yfirborði hennar stutta stund til að koma í gegn súrefni frá rauðu blóðkornunum. Áhlaup ferska súrefnisins eykur blóðstreymið og skilar ytri lögum húðarinnar nauðsynlegum næringarefnum sem víst þykir að stuðli síðan að æskilegri endurnýjun húðfrumnanna. Þetta ferli er talið gera húðlitinn fallegri og bjartari og þannig dregur það verulega úr ójafnri ásýnd húðarinnar.

Ný andlitskrem með silkikenndum áferðum

Eftir andlitshreinsun berðu á þig Absolute Silk Micro Mousse Treatment og finnur strax fyrir virkni hennar á húðinni. Húðin verður mun mýkri, stinnari og áferðarfallegri. Næst berðu á þig andlitskrem við hæfi en í Absolute Silk-línu Sensai fáum við tvö ný andlitskrem: Absolute Silk Cream og Absolute Silk Fluid. Bæði kremin eru mjög mýkjandi og nærandi en búa yfir mismunandi áferð og léttleika. Absolute Silk Cream er hugsað fyrir þurrar og mjög þurrar húðgerðir en kremið er þétt í sér og nærandi. Absolute Silk Fluid andlitskrem hugsað fyrir venjulegar og blandaðar húðgerðir sem vilja vissulega raka en þynnri og léttari áferð. 

Sensai Absolute Silk Cream, 19.800 kr., og Absolute Silk Fluid, …
Sensai Absolute Silk Cream, 19.800 kr., og Absolute Silk Fluid, 19.800 kr. (Beautybox.is)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál