Viltu minnka hrukkurnar án þess að fara í bótox?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að meðferðin virki vel fyrir …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að meðferðin virki vel fyrir þá sem vilja ekki fyllingarefni eða bótox.

Picolaser er nýjasti laserinn á markaðnum og sá langöflugasti að sögn Jennu Huldar Eysteinsdóttur húðlæknis á Húðlæknastöðinni. Hann fjarlægir húðflúr en það er líka hægt að nota hann til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar og leiðrétta öldrunarbreytingar sem eru þegar komnar fram (e. skin rejuvenation).

„Þetta er er kjörin meðferð fyrir þá sem vilja ekki sprautumeðferðir, eins og meðferð á hrukkum með vöðvaslakandi efni og fylliefni, en líka vel hægt að nota þessa meðferð samfara öðrum meðferðum,“ segir hún. 

En hvernig virkar þessi meðferð?

„Ljósgeisli fer djúpt ofan í leðurhúðina, hitar hana upp og örvar bandvefsfrumur til að mynda kollagen og byggja þannig upp bandvefinn. Við það þéttist húðin og fínar línur og hrukkur mildast, ásamt því að húðin fær fallegra yfirbragð og meiri gljáa. Ljósgeislinn fer á leifturhraða niður í húðina, eða á picósekúndu, sem er trilljónasti hluti úr sekúndu. Eldri laser-tæki til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar, eða það sem snyrtistofur kalla andlitslyftingu, eru svo kallaðir nanó-laserar sem fara á nanósekúndu í húðina, sem er milljónasti hluti úr sekúndu. Þessi mikli hraðamunur sem picolaserinn býður upp á gerir meðferðina bæði áhrifameiri og einnig sársaukaminni en meðferðir með eldri nanó-tækni.

Meðferðarhausinn er lagður á húðsvæðið sem á að meðhöndla og hleypt af. Bæði sést ljósglampi og svo heyrist hljóðmerki. Algengt er að finna fyrir skammvinnri hitatilfinningu þegar skotið ríður af og vægan sársauka. Tækið sendir geisla af ákveðinni bylgjulengd inn í húðina, orka geislans losnar í húðinni og örvar þannig bandvefsfrumur,“ segir Jenna Huld. 

En hvað gerist eftir meðferðina?

„Oftast sést ekkert á húðinni eftir meðferð en stundum getur vægur roði eða hiti í húðinni komið fram. Það er mjög eðlilegt. Árangur getur komið í ljós eftir einungis nokkrar vikur en hámarksárangri er oft ekki náð fyrr en eftir hálft ár þar sem bandvefurinn sem örvast getur verið mjög lengi að taka við sér. Við mælum með góðum rakakremum eftir meðferðina og svo virkum kremum sem fyrirbyggja öldrun húðarinnar fyrir og eftir meðferð. Ráðlegt er að hætta að nota þessi virku krem, t.d. retinóíða og AHA-sýrukrem, viku fyrir meðferðina. Forðast skal beint sólarljós (að meðtöldum ljósabekkjum) tveimur vikum eftir meðferðina. Mælt er með þremur skiptum til að ná hámarksárangri og þá láta líða 4-6 vikur á milli meðferða. Árangurinn getur verið góður í nokkur ár en þar sem þetta er meðferð til að hægja á öldrun húðarinnar mælum við með viðhaldsmeðferð einu sinni á ári.“

Smartland og Húðlæknastöðin ætla að gefa einum heppnum lesanda Picolaser-meðferð. Það sem þú þarft að gera er að fylgja Smartlandi á Instagram og „tagga“ á Instagram Story. 

Picolaser er nýjasti laserinn á markaðnum og sá langöflugasti að …
Picolaser er nýjasti laserinn á markaðnum og sá langöflugasti að Jennu Huldar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál