Mikilvægast fyrir útlitið að hlúa að andlegri líðan

Telma Fanney hugsar vel um húðina og er vandlát á …
Telma Fanney hugsar vel um húðina og er vandlát á snyrtivörur. Ljósmynd/Aðsend

Áhugi Telmu Fanneyjar Magnúsdóttur á förðun og förðunarvörum kviknaði snemma. Telma Fanney, sem er með BA-próf í lögfræði auk þess að vera einkaþjálfari, hefur þó upp á síðkastið sýnt húðumhirðu meiri áhuga en áður og sér hún mikinn mun á. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Telmu Fanneyjar. 

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að hugsa vel um útlitið og stúdera nýjar vörur og finna út hvað hentar mér best. En síðari ár hef ég komist að því að mikilvægast af öllu er samt að hlúa vel að andlegri líðan, því að útgeislunin og fegurðin kemur í raun innan frá,“ segir Telma Fanney þegar hún er spurð að því hvernig hún hugsi um útlitið. 

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Dagsdaglega hef ég verið að nota fljótandi farða frá bareMinerals (BarePro Performance wear liquid foundation SPF 20) og hefur hann reynst mér mjög vel, gefur fallega þekju, matta áferð og endist vel út daginn. Síðan set ég á mig hyljara frá Maybelline (Age Rewind Concealer) sem mér finnst algjör snilld, mjög léttur, blandast vel og auðvelt að setja hann á. Að lokum skelli ég síðan á mig smá sólarpúðri, maskara og varasalva frá Carmex þessi klassíski hann er algjör snilld.“

Dagsdaglega notar Telma Fanney hyljara frá Maybelline.
Dagsdaglega notar Telma Fanney hyljara frá Maybelline.

En þegar þú ferð eitthvað spari?

„Við fínni tilefni grunna ég húðina vel með rakakremi, set svo primer frá Smashbox (photofinish light) og hef svo verið að nota farða frá Make up forever (Ultra HD foundation) eða frá Estée lauder (Double wear stay in place). Stundum hef ég nú bara blandað þeim saman því mér finnst þeir alveg frábærir hvor á sinn hátt. Síðan nota ég hyljara frá NARS (radiant creamy concealer) sem er alveg geggjaður, mæli mikið með! Svo „set“ ég farðann með setting powder frá Laura Mercier. Skyggi andlitið með Cali contour pallettunni minni frá Smashbox, hún inniheldur tvo skyggingarliti, kinnalit og highlighter, allt í einu, sem er mjög þægilegt.

Cali contour palletta frá Smashbox.
Cali contour palletta frá Smashbox.

Næst grunna ég augnlokin með Paint Pot frá MAC og geri augnskyggingu oftast með pallettu frá Urban Decay sem heitir Heat en mér finnst litirnir í henni mjög fallegir og henta vel mínum augnlit. Ég móta augabrúnirnar með Brow Wiz frá Anastasia og nota blautan svartan eyeliner til að gera „spíss“ frá KatVonD. Bretti augnhárin með augnhárabrettaranum mínum frá Shiseido og nota uppáhalds maskarann minn Le volume frá Chanel. Grunna varirnar með lip primer frá MAC (Prep+prime lip) og set varalit yfir eða léttan gloss. Ef ég er í miklu stuði klára ég svo „lookið“ með gerviaugnhárum, hef undanfarið verið að nota ein frá Eyelure sem heita Fluttery nr. 171, og mér finnst líka Cape town frá Tanjayr lashes mjög falleg.

Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig til?

„Það fer bara allt eftir því hvert tilefnið er, svona hversdagslega getur það tekið mig sirka 10 mínútur en ef að ég er að fara eitthvað fínna elska ég að dúlla mér og taka mér góðan tíma í að gera mig til.“

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Ég byrjaði nú nokkuð ung að mála mig og fannst allt sem viðkemur makeupi og hári mjög spennandi. Þar af leiðandi fór ég í gegnum allskonar miður góð tímabil, til dæmis alltof dökkur farði, of mikill kinnalitur, of plokkaðar augabrúnir og hvað eina annað skemmtilegt.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Síðasta ár hef ég virkilega reynt að bæta mig þegar kemur að húðumhirðu. Ég sé mikinn mun eftir að ég byrjaði á því og sá hvað það skiptir ótrúlega miklu máli að vera með góða húðrútínu. Ég passa upp á að þrífa húðina vel kvölds og morgna, nota gott rakakrem sem hentar minni húðtýpu, drekk nóg af vatni og nota sólarvörn, að minnsta kosti spf 30. Einnig er mikilvægt að þrífa förðunarburstana að minnsta kosti einu sinni í viku því það geta verið allskonar óhreinindi í þeim, til dæmis olíur og bakteríur sem geta valdið bólum og öðrum kvillum.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Þegar ég dekra við mig finnst mér fátt betra en að kveikja á kertum og fara í heitt bað með epsom salti og djúpnæra hárið í leiðinni, það er ótrúlega góð slökun. Skrúbba svo húðina og setja gott rakakrem eftir á.“

Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni?

„Mér finnst skipta máli að eiga gott rakakrem, varasalva, fallegan farða og góðan maskara.“

Telma Fanney notar maskarann Le volume frá Chanel.
Telma Fanney notar maskarann Le volume frá Chanel.

Uppáhaldssnyrtivaran?

„Ætli ég verði ekki að segja maskarinn minn Le volume frá Chanel, ég kaupi hann alltaf aftur og aftur og á yfirleitt aukabirgðir af honum.“

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Mig langar ótrúlega mikið til að prufa CC kremið frá IT Cosmetics og Soft Glam-augnskuggapallettuna frá Anastasia Beverly Hills.“

Augnskuggapalletta frá Anastasia Beverly Hills er á óskalistanum.
Augnskuggapalletta frá Anastasia Beverly Hills er á óskalistanum.
mbl.is