Katrín aldrei djarfari í hálfgegnsæjum kjól?

Katrín hertogaynja mætti í hálfgegnsæjum kjól.
Katrín hertogaynja mætti í hálfgegnsæjum kjól. AFP

Katrín hertogaynja passar að klæðast fötum sem hæfir verðandi drottningu. Hún vakti því mikla athygli í vikunni þegar hún mætti í leikhús ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins, í hálfgegnsæjum kjól. 

Galakjóllinn sem er frá Alexander McQueen er einstaklega fallegur enda sérsniðinn á Katrínu. Kjóllinn er bróderaður með svörtum saumi og einkennir dramatík og djarfleiki kjólinn. Einver myndi segja að þetta væri djarfasti kjóllinn sem Katrín hefur klæðst lengi. 

Vilhjálmur og Katrín voru í sínu fínasta pússi.
Vilhjálmur og Katrín voru í sínu fínasta pússi. AFP

Katrín er vön að klæðast breska merkinu Alexander McQueen þegar mikið liggur við. Langeftirminnilegasti kjóllinn sem hún hefur klæðst frá merkinu er að sjálfsögðu brúðkaupskjóll hennar. 

Katrín hertogaynja var í kjól frá Alexander McQueen þegar hún …
Katrín hertogaynja var í kjól frá Alexander McQueen þegar hún giftist Vilhjálmi Bretaprins. AFP
Katrín hertogaynja í kjólnum frá Alexander McQueen.
Katrín hertogaynja í kjólnum frá Alexander McQueen. AFP
mbl.is