Með bert á milli í brúðkaupinu

Herra og frú Miller á brúðkaupsdaginn.
Herra og frú Miller á brúðkaupsdaginn. skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Stephanie Claire Smith var töluvert fáklæddari á brúðkaupsdaginn sinn en flestar brúðir. Hún var nefnilega með bert á milli og sýndi þar stælta kviðvöðva sína. 

Stephanie, sem tók nafn eiginmanns síns og heitir nú Stephanie Miller, hefur keppt í fitness keppnum en er nú áhrifavaldur. 

Kjóllinn hennar var sérhannaður af One Day Bridal. Hún skipti um kjól eftir athöfnina og fór í öðrum kjól í veisluna. 

Stephanie var með bert á milli.
Stephanie var með bert á milli. skjáskot/Instagram
mbl.is