Náttúrulegt hárið allt öðruvísi

Ariana Grande er ekki með sítt og slétt hár í …
Ariana Grande er ekki með sítt og slétt hár í alvörunni. Samsett mynd

Einkenni söngkonunnar Ariönu Grande er hátt og sítt tagl. Hárið er alltaf vel greitt aftur og alveg slétt. Náttúrulegt hár söngkonunnar er þó langt frá því að vera eins og það birtist aðdáendum hennar á tónleikum og á rauða dreglinum. 

Grande birti nýlega myndskeið af spegilmynd sinni í sögu á Instagram. Mátti þar greinilega sjá hvernig hár hennar er í alvörunni; mun styttra og mjög krullað. Aðdáendur hennar voru mjög ánægðir með hárið og hafa í kjölfarið endurbirt stutta myndskeiðið á samfélagsmiðlum sínum og jafnvel beðið hana að sýna oftar hvernig náttúrulegt hár hennar er í alvörunni. 

Í fyrra lýsti söngkonan því reyndar yfir að háa taglinu fylgdi mikill sársauki. Kannski hún fari að sýna krullurnar oftar!

Háa taglið er einkennismerki Ariönu Grande.
Háa taglið er einkennismerki Ariönu Grande. AFP
mbl.is