Cotillard ein best klædda konan að mati Vogue

Marion Cotillard var glæsileg á rauða dreglinum nýverið.
Marion Cotillard var glæsileg á rauða dreglinum nýverið. mbl.is/AFP

Samkvæmt Vogue er leikkonan Marion Cotillard ein af best klæddu konunum um þessar mundir. Það sem þykir vinsælt í tískunni fyrir þessi jólin er einmitt klæðnaður eins og hún klæddist nýverið. Svartur kjóll, kristalskreyttur með mjótt mitti og lausu pilsi. 

Cotillard lét ekki sitt eftir liggja á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Marrakech, Marokkó, þar sem hátískufatnaður og nýjasta tíska var áberandi. Hún klæddist í kjól úr smiðju Chanel með belti sem þótti einstaklega fallegt. 

Hún var með slétt hárið og dökkbrúnan varalit sem fór vel með kjólnum frá tískuhúsinu sem er þekkt um víða veröld. 

Dásamlegur kjóll úr smiðju Coco Chanel.
Dásamlegur kjóll úr smiðju Coco Chanel. mbl.is/ AFP
mbl.is