Var kölluð feit og ljót en lifir nú drauminn

Diana Sirokai lét eineltið ekki stoppa sig.
Diana Sirokai lét eineltið ekki stoppa sig. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Diana Sirokai var lögð í einelti af skólafélögum sínum sem kölluðu hana feita og ljóta. Diana hefur heldur betur troðið sokk upp í eineltisseggina en í dag situr hún fyrir hjá ASOS, BooHoo, Fashion Nova, Pretty Little Thing og River Island. 

Diana er fædd í Ungverjalandi en flutti til Lundúna þegar hún var 13 ára. Á unglingsárunum reyndi hún fyrir sér sem fyrirsæta en eftir að hafa verið lögð í einelti af skólafélögunum lagði hún fyrirsætuferilinn á hilluna.

„Ég var lögð í einelti í tvö ár og það var erfiðasti tími lífs míns. Það var hræðilegt og mjög erfitt, ég hætti að sitja fyrir út af því. Núna fæ ég skilaboð á Instagram frá þessu sama fólki og lagði mig í eineltu og það segist vera stolt af mér,“ segir Diana í viðtali við The Sun

„Ég brosi bara og hunsa þetta. Ég hata ekki þá sem lögðu mig í einelti. Ég held ég hafi þurft að komast í gegnum þetta allt til þess að geta gert það sem ég geri í dag,“ segir Diana. 

View this post on Instagram

@prettylittlething Pretty Lingerie always gives me that extra confidence even if I just wear it for myself

A post shared by D I A N A (@dianasirokai) on Sep 24, 2019 at 8:23am PDT

Hún fór að vinna á snyrtistofu að gera gervineglur allt þar til einn viðskiptavina hennar bauð henni starf sem fyrirsæta.

„Hún sagði að ég þyrfti að fara að sitja fyrir aftur. Yfirstærðariðnaðurinn væri risastór núna. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði ekki að verða fyrir einelti aftur. Mér finnst ég falleg og ég ætla að halda áfram að gera það sem ég elska, og það er að vera fyrirsæta,“ segir Diana. 

Hana langaði til að hjálpa konum að elfa sjálfstaust sitt og elska líkamann sinn. „Ég vil ekki að aðrar konur séu þunglyndar yfir því hvernig þær líta út og finna fyrir pressu í hvert skipti sem þær fara út úr húsi. Það er meira að segja erfitt að fara í ræktina þegar manni líður ekki vel með sjálfan sig, manni líður eins og fólk sé að horfa á mann,“ segir Diana.

Diana Sirokai situr nú fyrir hjá stórum tískufyrirtækjum á borð …
Diana Sirokai situr nú fyrir hjá stórum tískufyrirtækjum á borð við ASOS, Pretty Little Thing og River Island. Skjáskot/Instagram
mbl.is