Katrín með „gamalt“ sjal í Lundúnum

Katrín Jakobsdóttir með sjalið utan um sig við Down­ingstræti 10.
Katrín Jakobsdóttir með sjalið utan um sig við Down­ingstræti 10. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands er ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í Lundúnum á fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins. Katrín var í sínu fínasta pússi á þriðjudagskvöld þegar hún heilsaði Elísabetu Bretadrottningu í Buckingham-höll og snæddi kvöld­verð í Down­ingstræti 10 í boði breska for­sæt­is­ráðherr­ans. Var hún með sjal sem aðdáendur Katrínar kannast vel við. 

Sjal Katrínar gerði klæðnað hennar afar hátíðlegan og jólalegan. Sjalið er nokkuð kunnuglegt en svo vill til að Katrín hefur áður notað það þegar hún hefur átt fund með þjóðarleiðtogum. Í desember 2017 var Katrín mynduð með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París með sjalið góða.

Samkvæmt heimildum Smartlands er sjalið gjöf frá mágkonu Katrínar. Það er nokkuð ljóst, miðað við tækifærin sem Katrín hefur skartað sjalinu, að það er í miklum metum hjá forsætisráðherra.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Katrín Jakobsdottir í París í desember …
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Katrín Jakobsdottir í París í desember árið 2017. AFP
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við Emmanuel Macron Frakklandsforseta árið 2017. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál