Besta vinkona Jenner fór í brjóstaminnkun

Stassie lét minnka brjóst sín. Þessi mynd er tekin fyrir …
Stassie lét minnka brjóst sín. Þessi mynd er tekin fyrir aðgerðina. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Anastasia Karanikolaou, eða Stassie, lét minnka brjóst sín á dögunum. Stassie er hvað best þekkt fyrir að vera besta vinkona raunveruleikaþáttastjörnunnar Kylie Jenner.

Stassie hafði áður farið í brjóstastækkun, en greindi frá því að hún ætlaði að leggjast aftur undir hnífinn og láta minnka þau. Hún segir að fyllingarnar hafi verið orðnar eitthvað skrítnar, eins og þær væru ekki á réttum stað. 

Hún hefur talað opinskátt um ferlið á samfélagsmiðlum sínum.

Þessi mynd er tekin eftir aðgerðina.
Þessi mynd er tekin eftir aðgerðina. Skjáskot/Instagram
mbl.is