Varð að fá sér fyrsta húðflúrið 15 ára

Telma Rut Tulinius er með mörg húðflúr.
Telma Rut Tulinius er með mörg húðflúr. mbl.is/Kristinn Magnússon

Telma Rut Tulinius hársnyrtir á Reykjavík Hair byrjaði snemma að fá sér húðflúr og hefur þeim bara fjölgað með árunum. Hún segir húðflúr ekki þurfa hafa sérstaka þýðingu, stundum sé einfaldlega nóg að finnast eitthvað flott. 

„Ég var 15 ára gömul og fékk mér yin yang með tribal á mjóbakið,“ segir Telma Rut um fyrsta húðflúrið. „Ég vildi að ég gæti svarað af hverju en ég bara varð endilega að fá tattú. 

Telma er nýbúin að láta setja yfir fyrsta húðflúrið eins og sjá má á myndinni af bakinu á henni hér fyrir neðan. 

Húðflúrið á bakinu er í vinnslu. Telma Rut á eftir …
Húðflúrið á bakinu er í vinnslu. Telma Rut á eftir að fara í einn tíma í viðbót en þarna undir var fyrsta húðflúrið hennar. Ljósmynd/Aðsend

Hafði þig alltaf dreymt um að fá þér húðflúr?

„Já mér hefur alltaf langað að fá mér, en hefði alveg átt að hugsa aðeins betur til að byrja með hvað ég var að fá mér. Þetta er orðið svo flott í dag og mikil list.“

Er eitthvert húðflúr sem er í uppáhaldi?

„Mér þykir vænt um öll tattúin mín, sum meira en önnur sem eru persónulegri og hafa meiningu en ekkert eitt uppáhalds. Þessi sem ég fékk mér þegar ég var yngri er ég búin að setja yfir eða ætla að setja yfir.“ 

Telma Rut er með húðflúrermi.
Telma Rut er með húðflúrermi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Telma Rut er með húðflúrermi en hún segir að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því að hún ákvað að safna húðflúri á öðrum handleggnum. Henni fannst húðflúrermi flott en fékk sér þó bara eitt húðflúr í einu. „Ég lét ekki gera alla höndina í einu þetta æxlaðist bara þannig. Ég fékk mér alltaf bara eitt í einu sem endaði svo í allri hendinni.“ 

Þar sem Telma er bæði með mörg húðflúr á annarri hendinni sem og hægri fætinum er blaðamaður forvitinn um það hvort hún kaupi sér föt sérstaklega eftir því hvar hún er með húðflúr. Telma segst ekki gera það en bendir á að þar sem hún sé með húðflúr á handarbakinu sjáist alltaf í smá flúr. 

Fótleggurinn er fagurlega skreyttur.
Fótleggurinn er fagurlega skreyttur. Ljósmynd/Aðsend

Er kostnaðarsamt að fá sér húðflúr?

„Já það er það, en maður borgar fyrir gæði og ég er frekar til í að borga meira og vera ánægð með húðflúrið heldur en að reyna að spara mér einhverjar krónur.“

Telma Rut segist ekki fá mikið af neikvæðri athygli vegna húðflúranna. 

„Nei ekki mikið enda flestir í kringum mig og á mínum aldri með flúr en það er þá aðallega frá eldra fólki ef það er. Ég er aðallega spurð af hverju ég fékk mér þessar myndir og hvað þetta þýði. Mér finnst húðflúr ekki þurfa að hafa meiningu, stundum er bara nóg að finnast eitthvað flott til að setja það á sig.“ 

Telma er ekki hætt að bæta á sig húðflúri.
Telma er ekki hætt að bæta á sig húðflúri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eru fleiri húðflúr á dagskrá?

„Já, er að vinna í fætinum, hann er ekki tilbúinn. Ég ætla að setja á hann allan og svo er ég alltaf með eitthvað nýtt og hugmyndir sem mig langar í þannig að ég er ekki hætt alveg strax.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál