Jólagjöfin frá mér til mín

Stundum er óvíst að maður fái það sem maður óskar sér í jólagjöf. Þá tekur maður málin einfaldlega í sínar eigin hendur. Dekraðu við sjálfa þig, þú átt það skilið.

Droparnir sem allir eru að tala um frá SkinCeuticals

Þegar SkinCeuticals kom á markað með C E Ferulic-dropana er óhætt að segja að ekkert varð samt aftur. Þetta var byrjunin á sigurgöngu C-vítamíns í húðumhirðu og segja sérfræðingar að ekkert annað jafnist á við þessa einkaleyfisvörðu formúlu. C E Ferulic-droparnir hafa öflug andoxandi áhrif á húðina, jafna litamisfellur og auka ljóma hennar.

SkinCeuticals C E Ferulic, 24.406 kr. (Húðlæknastöðin)
SkinCeuticals C E Ferulic, 24.406 kr. (Húðlæknastöðin)

Dekurstund með Angan

Íslenska húðvörumerkið Angan setti saman pakka sem nefnist Goddess Spa Ritual með öllu því sem þú þarft til að draga fram gyðjuna innra með þér. Í pakkanum er orkugefandi baðsalt með íslensku birki, rakagefandi og stinnandi líkamsolía, saltskrúbbur með fjallagrösum og hvít salvía til að hreinsa orkuna í kringum þig.

Angan Goddess Spa Ritual Set, 11.900 kr. (Anganskincare.is)
Angan Goddess Spa Ritual Set, 11.900 kr. (Anganskincare.is)

Möntruband með hvetjandi áminningu

Í Systrasamlaginu fást einstaklega falleg möntrubönd sem búa yfir mismunandi hvetjandi áminningum í amstri dagsins. Þau eru hönnuð af ást og umhyggju ungra hönnuða í Los Angeles og má móta þau að úlnlið hvers og eins. Möntruböndin eru laus við ofnæmisvalda og eru húðuð 18 karata gulli.

Möntruband, 7.500 kr. (Systrasamlagið)
Möntruband, 7.500 kr. (Systrasamlagið)

Fallegri húð með BIOEFFECT

Það er sama við hvern talað er, allir sem prófað hafa BIOEFFECT 30 Day Treatment segjast hafa séð fínar línur og hrukkur andlitsins minnka töluvert með notkuninni. BIOEFFECT Infinite Beauty-gjafasettið inniheldur þessa byltingarkenndu húðmeðferð en formúlan býr yfir þremur ólíkum frumuvökum. Jafnframt er í gjafasettinu BIOEFFECT OSA Water Mist en þetta sprey veitir húðinni nauðsynlegan raka og hámarkar áhrif 30 Day Treatment-húðmeðferðarinnar.

BIOEFFECT Infinite Beauty, 26.750 kr.
BIOEFFECT Infinite Beauty, 26.750 kr.

Ferskur ilmur frá Guerlain

Aqua Allegoria-ilmvötnin frá Guerlain byggja á himneskum ferskleika og er óhætt að segja að Bergamote Calabria sé eitt af bestu ilmvötnum línunnar. Í þessu setti er svo ómótstæðileg lítil útgáfa af ilmvatninu sem hægt er að stilla upp sem skrauti eða til að ferðast með.

Guerlain Aqua Allegoria-gjafasett,14.990 kr.
Guerlain Aqua Allegoria-gjafasett,14.990 kr.

Endurlífgaðu þurra hárið með Kevin.Murphy

Ástralska hárvörumerkið Kevin.Murphy er þekkt fyrir exótísk innihaldsefni sín og hafa vörurnar verið að fá aukna athygli hér á landi. Þetta sett er sérstaklega fyrir þurrt hár en ásamt sjampóinu og næringunni má finna í gjafakassanum næringarsprey sem ofurfyrirsætan Cindy Crawford er mjög hrifin af.

Nærandi og rakagefandi hárpakki frá Kevin.Murphy, 7.980 kr.
Nærandi og rakagefandi hárpakki frá Kevin.Murphy, 7.980 kr.

Hrein naglalökk frá Nailberry 

Nailberry L’Oxygéné eru einstök naglalökk sem búa yfir „12-free” formúlu. Þau eru því án skaðlegra efna, eru vegan og ekki prófuð á dýrum. Sérstaða Nailberry er einnig sú staðreynd að þau hleypa súrefni og raka í gegnum sig að nöglinni svo þú fórnar ekki heilbrigði naglanna þótt þú notir naglalakk. Í boði eru fjöldi lita ásamt öðru sem tilheyrir góðri og heilbrigðri naglaumhirðu.

Nailberry naglalakk, 3.200 kr. (Systrasamlagið)
Nailberry naglalakk, 3.200 kr. (Systrasamlagið)

Einstakur handáburður frá Skin Regimen

Skin Regimen Hand Cream er líklega einn sérstæðasti handáburðurinn á markaðnum í dag. Hér blandast saman háþróuð vísindi og það besta úr náttúrunni. Ilmurinn af handáburðinum er unninn úr hreinum ilmkjarnaolíum sem hafa róandi áhrif og í formúlunni sérvalin innihaldsefni sem vinna gegn bólgum. Hendurnar verða silkimjúkar.

Skin Regimen Hand Cream, 3.610 kr.
Skin Regimen Hand Cream, 3.610 kr.

Besta tvennan frá Guerlain

Maskari og sólarpúður kemur manni ansi langt þegar á reynir og því er það frábær hugmynd af setja þetta saman í öskju. My Beauty Set inniheldur Terracotta Bronzing Powder og Cils d’Enfer So Volume-maskarann en báðar vörurnar eru á meðal þeirra bestu í bransanum.

Gjafasett frá Guerlain með maskara og sólarpúðri, 8.299 kr.
Gjafasett frá Guerlain með maskara og sólarpúðri, 8.299 kr.

Margnota hreinsiklútar frá Face Halo

Face Halo hefur verið áberandi í snyrtiheiminum en þetta eru margnota klútar sem taka farða af með einungis vatni. Þetta er sérlega hentugt og sparar bómullarskífur og blautklúta svo þú verður aðeins umhverfisvænni í leiðinni.

Face Halo, 3.290 kr. (Beautybox.is)
Face Halo, 3.290 kr. (Beautybox.is)

Þrjár ofurvörur fyrir húðina frá The Ordinary

The Ordinary hefur líklega ekki farið fram hjá neinum en það mætti segja að þetta séu húðvörur fyrir sjálflærða efnafræðinga. The No-Brainer Set frá The Ordinary inniheldur rakakrem, serum og sérstaka formúlu gegn hrukkum og er þetta frábær leið til að kynnast merkinu.

The Ordinary No-Brainer Set, 4.900 kr. (Verslunin Maí)
The Ordinary No-Brainer Set, 4.900 kr. (Verslunin Maí)

Kvenlegur ilmur frá Jean Paul Gaultier

La Belle frá Jean Paul Gaultier stöðvar þig í sporunum áður en þú finnur ilminn þar sem ilmvatnsglasið sjálft er sérlega heillandi. Austurlenskur vanilluilmurinn liggur á arómatískum grunni og er óhætt að segja að þessi ilmur sannarlega kalli fram kvenleika og kynþokka.

La Belle Eau de Parfum frá Jean Paul Gaultier, 14.399 …
La Belle Eau de Parfum frá Jean Paul Gaultier, 14.399 kr.


 

mbl.is