Flottustu gjafirnar fyrir snyrtipinna

Það hefur sjaldan verið auðveldara að finna jólagjöf handa snyrtipinnanum …
Það hefur sjaldan verið auðveldara að finna jólagjöf handa snyrtipinnanum í fjölskyldunni. Ljósmynd/Unsplash

Það getur verið erfitt að finna hina fullkomnu gjöf fyrir snyrtipinnann í fjölskyldunni. Þetta árið er þó mikið úrval af fallegum gjafaöskjum og áhugaverðum snyrti- og húðvörum sem ættu að slá í gegn hjá þeim sem gjöfina fær.

Hinn fullkomni varalitur frá Shiseido

Shiseido ModernMatte Powder Lipstick er ein af uppáhaldsvaralitaformúlunum okkar og því er það fullkomið að Shiseido hafi ákveðið að setja 5 slíka varaliti saman í gjafabox. Varalitirnir koma í mini-útgáfu og hægt að prófa sig áfram með formúluna, litina eða jafnvel blanda þeim saman og skapa sinn eigin fullkomna lit.

Varalitasett frá Shiseido, 9.900 kr.
Varalitasett frá Shiseido, 9.900 kr.

Silkimjúk húð með Herbivore

Self Love Body Ritual Kit frá Herbivore inniheldur tvo líkamsskrúbba og líkamsolíu svo líkaminn verður silkimjúkur og ljómandi yfir hátíðarnar. Allar vörur Herbivore eru vegan og búa yfir náttúrulegum innihaldsefnum.

Herbivore Self Love Body Ritual Kit, 9.900 kr. (Nola).
Herbivore Self Love Body Ritual Kit, 9.900 kr. (Nola).

Blómasprengjan frá Viktor & Rolf
Gjafaaskjan frá Viktor & Rolf er mjög falleg og inniheldur ilmvatnið Flowerbomb, sem hefur notið vinsælda síðustu árin. Ilmurinn er léttur og sætur og hentar vel ungum dömum. 

Viktor & Rolf Flowerbomb gjafasett,12.790 kr.
Viktor & Rolf Flowerbomb gjafasett,12.790 kr.

Andlitsmaski frá BIOEFFECT

Bioeffect Imprinting Hydrogel Mask er nýjasta varan frá BIOEFFECT en þetta er andlitsgríma sem þú leggur yfir andlitið. Formúlan veitir húðinni djúpan raka og er hönnuð til að hámarka virkni EGF-húðdropanna.

BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask, 9.190 kr. (6 stykki).
BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask, 9.190 kr. (6 stykki).

Einn ilmur fyrir dömur og herra frá Gucci

Líklega er ítalska tískuhúsið Gucci það allra heitasta í dag en miklar væntingar ríktu þegar glænýtt ilmvatn frá því kom á markað. Tískuhúsið fór ekki hefðbundnar leiðir heldur setti Mémorie d'Une Odeur á markað en þetta ilmvatn er ætlað bæði dömum og herrum. Ilmurinn er mildur, jurtakenndur og einkennist af skarpri kamillu áður en sedrusviður og moskus taka við. Ilmvatnsglasið sjálft er í anda Gucci og býr yfir vintage-stíl.

Gucci Mémoire d'Une Odeur, 9.499 kr.
Gucci Mémoire d'Une Odeur, 9.499 kr.

Maskarasett frá Lancôme

Hypnôse-maskarinn nýtur gífurlegra vinsælda og hefur Lancôme komið með þrjár aðrar útfærslur af honum. Í þessu setti má finna allar fjórar útgáfurnar af maskaranum og því skotheld gjöf fyrir snyrtivöruáhugafólk.

Maskarasett frá Lancome, 4.990 kr.
Maskarasett frá Lancome, 4.990 kr.

Virkar húðvörur fyrir þá sem þurfa meiri ljóma

The Glow Getter frá ítalska húðvörumerkinu Skin Regimen inniheldur mjög áhugaverðar húðvörur og er þetta hin fullkomna gjafaaskja fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á húðvörum eða þurfa aukinn ljóma í húðina. The Glow Getter inniheldur öflugt C-vítamínserum, andlitskrem með peptíðum gegn þroskamerkjum á húðinni. Þannig færðu hreinni húð og næturmaska sem dregur úr áhrifum umhverfismengunar á húðina.

Skin Regimen The Glow Getter, 22.066 kr. (Natura Spa)
Skin Regimen The Glow Getter, 22.066 kr. (Natura Spa)

Glæsileg gjafaaskja frá Chanel

Gjafaöskjurnar frá Chanel eru sérlega glæsilegar í ár og óhætt að segja að þær muni slá í gegn hjá tískudrottningum. Í boði eru þrjú ilmvötn sem koma í slíkum öskjum: Coco Mademoiselle, Chanel N5 og Chanel N5 L´Eau. Þegar askjan er opnuð birtist lítill heimur af Chanel og mætti jafnvel kalla þetta stofudjásn.

Gjafaaskja með ilmvatni frá Chanel, 24.990 kr.
Gjafaaskja með ilmvatni frá Chanel, 24.990 kr.

Andlitsrúlla úr græðandi kristal frá Angan

Andlitsrúllur úr kvarsi hafa notið mikilla vinsælda þar sem þær auka blóðflæði og draga úr þrota. Andlitsrúllur úr kristal hafa verið vinsælar í fegurðarrútínum í Asíu allt frá 7. öld og er þetta klassísk gjöf. 

Andlitsrúlla frá Angan, 5.500 kr.
Andlitsrúlla frá Angan, 5.500 kr.

Glitrandi líkamsgel með gulli

Chanel N°5 Fragments D’Or býr yfir klassískum ilmi tískuhússins en í gelformi. Í gelinu eru svo gullagnir sem veita fallegan ljóma og er það hrein unun að bera þetta t.d. á bringu, axlir og fótleggi.

Chanel N°5 Fragments D’Or Sparkling Body Gel, 14.990 kr.
Chanel N°5 Fragments D’Or Sparkling Body Gel, 14.990 kr.

Mjúkar hendur með Comfort Zone

Specialist-gjafaaskjan frá ítalska húðvörumerkinu Comfort Zone inniheldur handáburð ásamt sérstakri olíu fyrir hendurnar. Með þessari tvennu verða hendurnar silkimjúkar.

Comfort Zone Specialist gjafaaskja fyrir hendur, 6.292 kr. (Natura Spa).
Comfort Zone Specialist gjafaaskja fyrir hendur, 6.292 kr. (Natura Spa). 

 

mbl.is