25 bestu snyrtivörur ársins 2019

Á hverju ári velur Smartland bestu snyrtivörur ársins.
Á hverju ári velur Smartland bestu snyrtivörur ársins. VPanteon,Thinkstockphotos

Ár hvert velur Smartland 25 bestu snyrti- húð- og hárvörur ársins en listinn er yfirgripsmikill og fjölbreyttur. Blaðamenn Smartlands prófa yfirleitt flest sem kemur á snyrtimarkaðinn hérlendis og eru því í lykilstöðu til að meta hvað stóð upp úr á árinu.

FÖRÐUN

Farði ársins:
Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30
Í haust mætti Shiseido með tæknilegasta farðann hingað til og voru allir sammála um þá töfra sem formúlan færði húðinni. Miðlungsþekjan og satínkennd áferðin hentar öllum húðgerðum og aldurshópum. Fæst í Hagkaup.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30.
Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30.

Litað dagkrem ársins:
Clinique Moisture Surge Sheertint Hydrator SPF 25
Þessi litaða og gelkennda formúla er mjög rakagefandi, létt og veitir húðinni fullkomlega náttúrulegt yfirbragð. Hentar öllum húðgerðum og hefur notið gífurlegra vinsælda á árinu. Fæst í Hagkaup.

Clinique Moisture Surge Sheertint Hydrator SPF 25.
Clinique Moisture Surge Sheertint Hydrator SPF 25.

Farðagrunnur ársins:
Sensai Glowing Base
Sérlega falleg áferð einkennir þennan farðagrunn sem leiðréttir misfellur húðarinnar og mýkir hana áður en farði er borinn á. Húðin fær náttúrulegan og heilbrigðan ljóma og sumir nota þessa formúlu jafnvel eina og sér. Fæst í Hagkaup og á Beautybox.is.

Sensai Glowing Base.
Sensai Glowing Base.

Púður ársins:
Bare Minerals Bare Skin Perfecting Veil
Þegar snyrtivara býr einnig yfir öflugum húðbætandi eiginleikum sigrar hún hjörtu snyrtivörusérfræðinga. Þetta púður býr yfir léttri og gegnsærri þekju sem festir farða og fullkomnar húðina. Það inniheldur m.a. C-vítamín sem gerir húðina bjartari ásýndar og hýalúrónsýru sem veitir henni aukinn raka. Fæst í Hagkaup.

Bare Minerals Bare Skin Perfecting Veil.
Bare Minerals Bare Skin Perfecting Veil.

Kinnalitur ársins:
Bare Minerals Gen Nude Powder Blush
Það er ekki auðvelt að finna jafn fallega kinnaliti og þessa. Fínmalaðar púðuragnirnar blandast fullkomlega við húðina og endast vel á henni. Fæst í Hagkaup.

Bare Minerals Gen Nude Powder Blush.
Bare Minerals Gen Nude Powder Blush.

Sólarpúður ársins:
Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer
Mjög auðvelt í notkun og kemur í 6 mismunandi litatónum svo allir ættu að finna lit við hæfi. Púðuragnirnar eru einstaklega fínmalaðar og blandast húðinni auðveldlega sem gerir ásýndina náttúrulegri. Fæst í versluninni Nola.

Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer.
Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer.

Ljómavara ársins:
Guerlain Terracotta Skin Highlighting Stick
Sumir segja þessa snyrtivöru jafnvel vera Instagram-filter í stiftformi, svo mögnuð er hún. Þessi kremaða formúla verður púðurkennd við ásetningu og virðist afmá grófa áferð húðarinnar og gerir hana ljómandi fallega. Fæst í Hagkaup.

Guerlain Terracotta Skin Highlighting Stick.
Guerlain Terracotta Skin Highlighting Stick.

Hyljari ársins:
ILIA True Skin Serum Concealer
Einstakur hyljari sem veitir miðlungsþekju og býr yfir húðbætandi eiginleikum en hann inniheldur C-vítamín, sem lýsir upp húðina, ásamt náttúrulegum extröktum sem bæta hana. Hann er fullkominn undir augun þar sem hann er ekki of mattur og aðlagast húðinni vel. Fæst í versluninni Nola.

ILIA True Skin Serum Concealer.
ILIA True Skin Serum Concealer.

Varalitur ársins:
BECCA Ultimate Lipstick Love
Mjög nærandi formúla sem kemur í fjölmörgum fallegum litum og varalitablýantar í stíl. Þessir varalitir búa yfir nærandi olíum, uppbyggjandi peptíðum og rakagefandi hýalúrónsýru og endast í 8 klukkustundir á vörunum. Fæst í Hagkaup og á Beautybox.is.

BECCA Ultimate Lipstick Love.
BECCA Ultimate Lipstick Love.

Augabrúnavara ársins:
Urban Decay Brow Blade
Urban Decay mætti og sigraði augabrúnaheiminn á árinu með heilli vörulínu eingöngu fyrir augabrúnir. Brow Blade Waterproof Eyebrow Pencil & Ink Stain er framúrskarandi augabrúnavara. Á öðrum endanum er penni sem teiknar augnhár og hinum megin er blýantur sem mótar og fyllir upp í augabrúnirnar. Fæst í Hagkaup Smáralind og Kringlunni.

Urban Decay Brow Blade Waterproof Eyebrow Pencil & Ink Stain.
Urban Decay Brow Blade Waterproof Eyebrow Pencil & Ink Stain.

Augnskuggi ársins:
Chanel Stylo Et Ombre Contour
Mjúk og kremkennd formúlan rennur fyrirhafnarlaust yfir augnlokið og auðvelt að blanda útlínurnar. Eftir það helst augnskugginn algjörlega á sínum stað. Litirnir eru allir mjög fallegir, klæðilegir og má einnig nota þessa snyrtivöru sem augnblýant. Fæst í Hagkaup.

Chanel Ombre Et Stylo Contour.
Chanel Ombre Et Stylo Contour.

Augnskuggapalletta ársins:
Lancôme Hypnôse Drama Eyeshadow Palette
Þessar augnskuggapallettur koma í ofboðslega fallegum litatónum sem fara öllum vel. Formúlan er mjúk og blandast vel á augnlokinu. Fæst í Hagkaup.

Lancôme Hypnôse Drama Eyeshadow Palette.
Lancôme Hypnôse Drama Eyeshadow Palette.

Augnlínufarði ársins:
Yves Saint Laurent Couture Eyeliner
Allt við þennan augnlínufarða er frábært og er hann sannarlega skotheldur fyrir byrjendur sem og lengra komna. Fæst í Hagkaup.

Yves Saint Laurent Couture Eyeliner.
Yves Saint Laurent Couture Eyeliner.

Maskari ársins:
ILIA Limitless Lash Mascara
Maskari sem hefur vakið verðskuldaða athygli á þessu ári fyrir framúrstefnulega formúlu og tvískiptan burstahaus sem tekur augnhárin upp á næsta stig. Þessi maskari býr yfir innihaldsefnum á borð við keratín sem styrkir augnhárin og styður við vöxt þeirra. Fæst í versluninni Nola.

ILIA Limitless Lash Mascara.
ILIA Limitless Lash Mascara.

HÚÐUMHIRÐA

 

Andlitshreinsir ársins:
SkinCeuticals Gentle Cleanser
Mildur andlitshreinsir sem hentar öllum húðgerðum. Hreinsar húðina án þess að raska jafnvægi hennar og róar í senn þurra og/eða viðkvæma húð. Fæst hjá Húðlæknastöðinni á Smáratorgi.

SkinCeuticals Gentle Cleanser.
SkinCeuticals Gentle Cleanser.

Andlitskrem ársins:
The Ordinary Natural Moisturizing Factors + HA
Þessi formúla er brimfull af rakagefandi efnum sem finna má í húðinni náttúrulega. Þannig styður þetta andlitskrem við verndarhjúp húðarinnar og er án allra helstu aukaefna svo það hentar einnig viðkvæmri húð. Fæst í versluninni Maí og á vefsíðunni mai.is. 

The Ordinary Natural Moisturizing Factors + HA.
The Ordinary Natural Moisturizing Factors + HA.

Augnkrem ársins:
Neostrata Skin Active Intensive Eye Therapy
Mjög öflugt augnkrem sem byggir upp húðina við augun og gerir hana þéttari. Sérstök prótein örva kollagenframleiðslu húðarinnar, koffín dregur úr bólgum og E-vítamín veitir andoxun. Skotheld formúla sem veitir sjáanlegan árangur. Fæst í helstu apótekum landsins, til dæmis Lyfju.

Neostrata Skin Active Intensive Eye Therapy.
Neostrata Skin Active Intensive Eye Therapy.

Húðmeðferð ársins:
Skin Regimen 1.85 HA Booster
Með þrjár mismunandi gerðir af hýalúrónsýru veitir þessi formúla húðinni gífurlegan raka svo hún virkar bæði fyllri og sléttari. Einnig inniheldur formúlan öflug andoxunarefni og er án óæskilegra aukaefna. Fæst meðal annars á Natura Spa, Snyrtistofunni Dimmalimm og á Snyrtistofunni Jónu.

Skin Regimen 1.85 HA Booster.
Skin Regimen 1.85 HA Booster.

Andlitsmaski ársins:
BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask
Einstaklega rakagefandi og kælandi andlitsmaski. Það sést munur á húðinni eftir fyrstu notkun en þessi maski hentar öllum húðgerðum. Þar sem hann er svo frískandi hafa sumir einnig sagst nota hann þegar þeir þurfa að slaka á eða eru með höfuðverk. Fæst í Hagkaup og Lyfju.

BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask.
BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask.

Sólarvörn ársins:
SkinCeuticals Mineral Radiance SPF 50
Engin sólarvörn jafnast á við þessa. Hún inniheldur eingöngu vörn úr steinefnum og er með lit svo það kemur ekkert hvítt endurkast af andlitinu. Þar sem hún er lituð og jafnar ásýnd húðarinnar getur hún jafnvel virkað sem léttur farði eða litað dagkrem. Fæst á Húðlæknastöðinni á Smáratorgi. 

SkinCeuticals Mineral Radiance SPF 50.
SkinCeuticals Mineral Radiance SPF 50.

HÁR

Sjampó og hárnæring ársins:
Kevin.Murphy Young.Again
Hárið okkar lætur á sjá með aldrinum líkt og húð okkar og hefur Kevin.Murphy nú komið með sjampó og hárnæringu sem vinnur gegn öldrun hársins. Formúlurnar innihalda mikið magn andoxunarefna, vítamínum og uppbyggjandi efnum sem endurlífga hárið. Fæst meðal annars á Sprey Hárstofu, Sjoppunni og Beauty Bar Kringlunni.

Kevin.Murphy Young.Again sjampó og næring.
Kevin.Murphy Young.Again sjampó og næring.

Sjampó og næring fyrir ljóst hár:
Label.m Cool Blonde
Þetta er líklega öflugasta formúla sem til er af fjólubláum sjampóum og hárnæringum fyrir ljóst hár. Óhætt er að segja að eftir notkun á þessari tvennu er engu líkara en maður hafi verið að koma úr litun á hárgreiðslustofu. Fæst meðal annars hjá Kompaníinu í turninum á Smáratorgi.

Sjampó og næring fyrir þurrt hár:
Aveda Sap Moss
Íslensk fjallagrös eru í aðalhlutverki í Sap Moss-sjampóinu og næringunni sem kom á markað aftur á þessu ári eftir 10 ára hlé. Þetta er öflug tvenna til að veita hárinu aukinn raka og næringu án þess að þyngja það. Fæst í verslun Aveda í Kringlunni og á vefsíðunni Aveda.is.

Aveda Sap Moss sjampó og næring.
Aveda Sap Moss sjampó og næring.

Hármaski ársins:
Davines The Circle Chronicles
Einstakir hármaskar sem veita strax sjáanlegan árangur. Hver og ein formúla er hönnuð til að vinna gegn öllum þeim hárvandamálum sem þarf að takast á við. Fæst meðal annars á hárgreiðslustofunni Skuggafalli og hjá Kompaníinu í turninum á Smáratorgi.

Davines The Circle Chronicles.
Davines The Circle Chronicles.

Hármeðferð ársins:
Davines OI All In One Milk
Næringarríkt og mjólkurkennt sprey sem hefur margþætta virkni. Það mýkir hárið, leysir úr flóka, temur úfning og verndar það gegn hita. Hárið verður sannarlega silkimjúkt eftir notkunina. Fæst meðal annars á hárgreiðslustofunni Skuggafalli og hjá Kompaníinu í turninum á Smáratorgi.

Davines OI All In One Milk.
Davines OI All In One Milk.

Hársprey ársins:
Kevin.Murphy Bedroom.Hair
Veitir hárinu frábæra áferð, hald en í senn mýkt. Þetta hársprey gerir hárið aldrei of stíft eða stökkt og hægt að nota nánast í hvað sem er, svo lengi sem það tengist hárinu. Fæst meðal annars á Sprey Hárstofu, Sjoppunni og Beauty Bar Kringlunni.

Kevin.Murphy Bedroom.Hair Flexible Texturising Hairspray.
Kevin.Murphy Bedroom.Hair Flexible Texturising Hairspray.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál