Lykillinn að fallegri húð Lopez

Jennifer Lopez þykir með eina fallegustu húð sem völ er …
Jennifer Lopez þykir með eina fallegustu húð sem völ er á. mbl.is/AFP

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er þekkt fyrir að hafa fullkomna húð. Á vef The Oprah Magazine kemur fram að hún þakkar góðum genum fyrir húðina og segir að bæði móðir hennar og amma hennar hafi verið með fallega húð. 

Lopez sem verður bráðlega fimmtug gerir hins vegar allt sem í hennar valdi stendur til að halda húðinni fallegri. Hún mælir með að sofa í átta til tíu tíma á nóttunni. Eins mælir hún með heilbrigðu mataræði, að drekka vatn og að sleppa kaffi og áfengi svo dæmi séu tekin. 

Að vera hamingjusamur er lykilatriði að mati Lopez, enda segir hún ómögulegt að geisla nema að hafa gott fólk í kringum sig. 

Lopez notar sólvörn daglega og ber á sig dýrustu og bestu kremin. La Mer-kremið er sem dæmi í uppáhaldi hjá henni. Hún mælir með að hreinsa húðina fyrir svefninn og einnig eftir leikfimi. 

Saga vörumerkins þykir ótrúleg en upprunalega kremið; Creme de la Mer, var fundið upp af geimvísindanninum dr. Max Huber sem varð fyrir efnabruna í tilraun sem mistókst. Hann bjó til kraftaverkaseyði og eftir sex þúsund tilraunir varð Creme de la Mer til. Brunaörin á húð dr. Huber nánast hurfu sem gefur hugmynd um virkni vörunnar. 



Kremið frá La Mer er í uppáhaldi hjá Jennifer Lopez.
Kremið frá La Mer er í uppáhaldi hjá Jennifer Lopez.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál