Rassinn sprengdi kjólinn á ögurstundu

Salma Hayek var í lánskjól á Óskarnum 2003.
Salma Hayek var í lánskjól á Óskarnum 2003. REUTERS/Rob Galbraith

Leikkonan Salma Hayek greindi frá því á galakvöldi í New York í vikunni að leikkonan René Zellweger lánaði henni kjól fyrir Óskarsverðlaunin 2003 á ögurstundu. Báðar voru þær tilnefndar fyrir besta leik í aðalhlutverki á Óskarnum 2003. 

Hayek greindi frá atvikinu þegar hún veitti Zellweger verðlaun á galakvöldinu. 

„Og jafnvel kvöldinu áður þegar stóri rassinn á mér sprengdi saumana á Óskarsverðlaunakjólnum og ég var ekki með kjól fyrir Óskarinn endaði hún á því að gefa mér einn af sínum kjólum sem var sem betur fer stór hér og teygjanlegur hér,“ sagði Hayek og benti á rassinn á sér og síðan á brjóstin. 

Svo fór að Hayek klæddist lánskjólnum frá Zellweger. Kjóllinn var frá Carolinu Herrera. Efri hluti kjólsins var þröngur blúndutoppur en neðri hlutinn var hvítt A-laga pils. Sniðið hentaði Hayek fullkomlega. 

Svo fór að hvorug vann Óskarinn þetta árið en Nicole Kidman fór heim með styttuna eftirsóttu. 

Salma Hayek var glæsilega í lánskjólnum frá Zellweger.
Salma Hayek var glæsilega í lánskjólnum frá Zellweger. REUTERS/Rob Galbraith
Salma Hayek hrósaði Reneé Zellweger á galakvöldi í New York.
Salma Hayek hrósaði Reneé Zellweger á galakvöldi í New York. AFP
mbl.is