Förðunarfræðingur Beyoncé leysir frá skjóðunni

Sir John er þekktur fyrir að farða Beyoncé.
Sir John er þekktur fyrir að farða Beyoncé. AFP

Stjörnurförðunarfræðingurinn Sir John er meðal annars þekktur fyrir að farða tónlistarkonuna Beyoncé. Hann er með allt sem viðkemur förðun á hreinu og segir í nýju viðtali á vef Daily Mail að falleg húð verði áberandi á nýju ári. 

Sir John segir að fyrst og fremst verði frískleg og falleg húð áberandi árið 2020. Leggur hann áherslu á rakagefandi farða og tæknilegar vörur sem koma í veg fyrir að sviti sjáist á andlitinu.

Hann segir að vörur sem fólk geti leikið sér með verði einnig áberandi og þegar kemur að kinnalit verði litirnir ekki jafn áberandi og áður. Hann leggur áherslu á að fólk leiki sér með snyrtivörur og noti þær á nýstárlegan hátt. 

Hvað varðar tískustrauma verður tíundi áratugurinn enn áberandi á næsta ári. Hann spáir því þó að fólk eigi eftir að sækja innblástur til áttunda áratugarins í auknum mæli. Horfir hann þá til sköpunargleðinnar hvort sem það eru hlýir tónar í augnskuggum eða pastel-litir á óvæntum stöðum. Hann spáir því jafnvel að fólk muni nota litríka límmiða á andlitið í auknum mæli. Sakleysisleg augnmálning kemur einnig sterk inn. 

Að mati förðunarfræðingsins munu stjörnur á borð við Beyoncé, Rihönnu, Adriönu Grande og Jennifer Lopez veita innblástur. Hann viðurkennir þó að svokallaðir áhrifavaldar muni einnig hafa töluverð áhrif. 

Rihanna mun hafa árif á tískustrauma í snyrtivöruheiminum á nýju …
Rihanna mun hafa árif á tískustrauma í snyrtivöruheiminum á nýju ári. AFP
mbl.is