Katrín sló í gegn í ódýrum Zöru-kjól

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, í góðum gír.
Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, í góðum gír. AFP

Katrín hertogaynja er ekki alltaf í sérsaumuðum fötum. Á miðvikudaginn heimsótti hún Bradford ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprinsi. Undir vetrarkápu í hermannastíl frá Alexander McQueen var hertogaynjan í kjól frá spænsku verslunarkeðjunni Zöru. 

Síði kjóllinn frá Zöru er svartur og hvítur. Í Bretlandi kostaði kjóllinn upphaflega 89,99 pund eða um 14.400 krónur. Kjóllinn er núna kominn á útsölu og kostar ekki nema 15,99 pund í Bretalandi en það eru rúmlega 2.500 krónur á gengi dagsins í dag. Ekki er vitað hvort Katrín keypti kjólinn á útsölu eða á fullu verði.

Kjóllinn er ekki sá dýrasti sem Katrín hefur klæðst en alls ekki sá sísti. Hann sýnir að dýrar merkjavörur skipta ekki alltaf mestu þegar tíska og fágaður stíll er annars vegar.

Katrín hertogaynja í svörtum og hvítum kjól frá Zöru.
Katrín hertogaynja í svörtum og hvítum kjól frá Zöru. AFP
Katrín var í mosagrænni kápu yfir Zöru-kjólinn.
Katrín var í mosagrænni kápu yfir Zöru-kjólinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál