Helena Christensen hannar fyrir H&M

Ljósmyndarinn og ofurfyrirsætan Helena Christensen á heiðurinn af nýrri samstarfslínu við sænska móðurskipið H&M. Um er að ræða línu með látlausum flíkum með svipmiklum ljósmyndum eftir Christensen en hún tók einnig myndirnar fyrir herferðir línunnar. 

Helena Christensen er ein af upprunalegu ofurfyrirsætum frá tíunda áratugnum, en hún hefur setið fyrir á forsíðum óteljandi tímarita og gengið tískupalla fyrir marga af þekktustu hönnuðum 20. aldarinnar. Hún er fædd í Kaupmannahöfn og starfar í dag sem tísku- og listaljósmyndari. Verk hennar hafa birst í mörgum list- og hönnunartímaritum og verið sýnd í galleríum víða um heim.

Helena Christensen x H&M-línan samanstendur af stutterma- og langermabolum ásamt hettupeysum í yfirstærð og afslöppuðum stíl. Litapalletta línunnar er hvít, svört og grá.

Samstarfið við Helenu Christensen. Frá vinnu sinni fyrir aftan og fyrir framan myndavélina til tímarita eða ilms, ásamt góðgerðarstarfi hennar, er hún sönn fyrirmynd. Ljósmyndaverkin af blómum minna mikið á grafík og stíl tíunda áratugarins, sem er afar viðeigandi,“ segir Maria Östblom, yfirmaður kvenfatahönnunar hjá H&M.

„Þetta hefur verið frábær upplifun í samvinnu við H&M þar sem ég hef ekki aðeins getað séð ljósmyndirnar mínar lifna við á fatnaði og í herferðinni. Ég vil ná athygli ungu kynslóðarinnar, hvetja þau til að vera þau sjálf og láta persónuleika sinn skína,“ segir Helena Christensen.

Línan verður fáanleg í verslunum víða um heim og á Íslandi um miðjan febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál