Keypti sér kjól í Geysi fyrir Bessastaði

Guðni Th. Jóhannesson, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Sölvi Björn Sigurðsson
Guðni Th. Jóhannesson, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Sölvi Björn Sigurðsson Eggert Jóhannesson

Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í gærkvöldi í flokki barna- og ungmennabóka fyrir skáldsöguna Langelstur að eilífu. Hún er himinlifandi með verðlaunin og klæddi sig upp á áður en hún mætti á Bessastaði til að taka við verðlaununum. 

„Ég hafði hugsað mér að draga eitthvað fram úr skápnum en systir mín, sem er smekkkona mikil, sannfærði mig um að viðburður sem þessi, sem gerist ekki oft á mannsævinni, ætti það skilið að ég splæsti í nýjan kjól. Ég valdi þó kjól sem ég get notað oft og mikið og dressað upp eða niður eftir ólíkum tilefnum. Kjóllinn er flauelskjóll úr Geysi, þeirra eigin hönnun, og hann er skemmtilegur að því leyti að þótt hann sé svart grípur hann litatóna úr umhverfinu. Hann virtist því hálfflöskugrænn í gær og getur jafnvel virkað út í fjólublátt,“ segir Bergrún Íris. 

Bergrún Íris fór í förðun til Hafdísar Ingu Helgudóttir Hinriksdóttur áður en hún tók við verðlaununum. 

Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá Íslensku bókmenntaverðlaunin?

„Það er mikill heiður að komast í hóp þeirra merku höfunda sem unnið hafa verðlaunin á undan mér. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig og minn feril, en ég mun samt aldrei skrifa bækur fyrir verðlaun heldur fyrst og fremst lesendur. Á meðan börnin vilja lesa bækurnar mínar held ég áfram að skrifa. Eftir athöfnina sótti ég strákana mína í pössun og las að sjálfsögðu eina góða kvöldsögu fyrir svefninn. Þeir leyfa mér ekki að sleppa því þótt það sé orðið áliðið.“

Bergrún Íris Sævarsdóttir og Andari Ómarsson.
Bergrún Íris Sævarsdóttir og Andari Ómarsson.
Guðni Th. Jó­hann­es­son, El­iza Reid for­setafrú og Heiðar Ingi Svans­son, …
Guðni Th. Jó­hann­es­son, El­iza Reid for­setafrú og Heiðar Ingi Svans­son, formaður Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­anda (FÍBÚT), ásamt verðlauna­höf­um kvölds­ins, frá vinstri: Sölvi Björn Sig­urðsson, Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir og Stein­grím­ur Steinþórs­son út­gef­andi sem hljóp í skarðið fyr­ir Jón Viðar Jóns­son. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál