Nýja stjarnan í húðumhirðu?

Ljósmynd/Unsplash

Mikið er rætt um eiginleika andoxunarefnisins resveratróls til að hægja á öldrun húðarinnar og hafa húðvörur sem búa yfir efninu notið gífurlegra vinsælda undanfarið. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segir resveratról vænlegan kost til að örva náttúrulegt viðgerðarferli húðarinnar. 

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Þegar prófessorinn Roger Corder vildi meina að heilsuhreysti Frakka mætti að einhverju leyti rekja til rauðvínsins sem þeir drukku með máltíðum sínum var farið að skoða hvaða efni mætti finna í blóðrauðum vökvanum. Tilvist andoxunarefnisins resveratróls í rauðvíni var ástæða þess að það kynni að hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar en þetta varð til þess að það var farið að rannsaka það nánar. Síðar kom í ljós að resveratról er einungis í snefilmagni í rauðvíni og gefur okkur því ekki afsökun til að auka víndrykkjuna. Hins vegar má finna resveratról í öllu heilbrigðari kostum á borð við ýmis ber, hnetur og hreint súkkulaði. Á síðustu árum hafa rannsóknir gefið í skyn að resveratról kunni að minnka blóðfitu ásamt því að hafa bólgueyðandi og andoxandi áhrif sem geti minnkað líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Sömuleiðis er verið að rannsaka áhrif resveratróls gegn sykursýki og alzheimersjúkdómnum. Nú hefur þó umræðan aukist um getu resveratróls til að hægja á öldrun húðarinnar

Hægir á öldrun á þrennan hátt

„Ég myndi segja að resveratrólið væri mjög lofandi en það vantar fleiri rannsóknir til að sýna fram á virkni þess með óyggjandi hætti. Þær rannsóknir sem birtar hafa verið sýna fram á aukinn raka, þéttleika og ljóma í húðinni ásamt því að fínar línur og hrukkur mildast þegar resveratról er borið á þær,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Hún bendir á að fjöldinn allur sé til af góðum grunnrannsóknum á virkni resveratróls og í stuttu máli hafi þær sýnt fram á að resveratról hægi á öldrun húðarinnar á þrennan hátt.

„Í fyrsta lagi örvar það virkni sirtuins sem eru prótín eða ensím sem líkaminn myndar til að verja erfðaefni frumnanna fyrir aldurstengdum skemmdum. Virkni þessara prótína og framleiðsla hægist með aldrinum en resveratról örvar einmitt þessi prótín og eflir þannig viðgerðarferli húðarinnar ásamt því að verja húðfrumurnar gegn ytri umhverfisþáttum eins og sólargeislum. Í öðru lagi kemur resveratrólið inn á annan feril í frumum líkamans þar sem það ver mjög mikilvæg byggingarprótín húðarinnar, kollagen og elastín, gegn niðurbroti. Í þriðja lagi er resveratról kröftugt andoxunarefni og ver húðina gegn sindurefnum sem eru mjög skaðleg húðinni og geta valdið ótímabærri öldrun. Sindurefni eru mjög hvarfgjörn efnasambönd sem myndast af völdum ýmissa innri og ytri þátta, eins og bólgu, sólargeisla, reykinga og streitu,“ segir Jenna Huld.

SkinCeuticals Resveratrol B E.
SkinCeuticals Resveratrol B E.

Örvar viðgerðarferli húðarinnar yfir nóttina

Þegar kemur að öflugustu innihaldsefnunum í húðvörum, til að draga úr ásýnd öldrunarmerkja á húðinni, segir Jenna Huld að marktækustu rannsóknirnar séu á bak við retinól, C-vítamín og ávaxtasýrur.

„Ég myndi því alltaf mæla fyrst með þeim efnum. Resveratrólið er nýrra og ekki með jafn mikið af klínískum rannsóknum á bak við sig. Ef þig langar að bæta enn meiri virkni við húðumhirðu þína og örva náttúrulegt viðgerðarferli húðarinnar yfir nóttina þá er resveratrólið mjög vænlegur kostur,“ leggur Jenna Huld til. Húðvörur sem innihalda resveratról njóta sífellt aukinna vinsælda og er yfirleitt um krem að ræða sem hugsað er sem næturmeðferðir. Má þar helst nefna SkinCeuticals Resveratrol B E en þetta næturserum er það fyrsta sinnar tegundar og inniheldur hámarksstyrkleika af resveratróli eða 1%. Formúlan inniheldur einnig tvö önnur andoxunarefni, sem styðja við virkni resveratróls, en það eru E-vítamín og baicalin. Þessi öfluga andoxunarblanda eykur bæði ljóma húðarinnar og þéttleika. Þess má geta að blaðamaður hefur sjálfur verið að nota þessa húðvöru á kvöldin og sá mun á húðinni morguninn eftir fyrstu notkun. Húðin virtist mun mýkri og jafnara yfirbragð á henni.

Hefur einnig hentað viðkvæmum húðgerðum

Jenna Huld segist sjálf nota SkinCeuticals Resveratrol B E-næturmeðferðina og er mjög sátt við árangurinn.

„Mér finnst húðin mýkri, þéttari og áferðarfallegri. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að nota resveratról var sú að ég vildi bæta við virkni í mína daglegu húðrútínu. Húðin á mér þolir ekki virkustu kremin sem innihalda retinóíða eða ávaxtasýrur þar sem ég er með rósroða. Resveratrólið hefur því hentað vel minni viðkvæmu húð.“ Þegar Jenna Huld er spurð hvort allar húðgerðir geti notað resveratról segist hún eingöngu geta talað fyrir þá resveratról-húðvöru sem hún þekki en það sé SkinCeuticals Resveratrol B E og hún hafi þolað það mjög vel og það henti öllum húðgerðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál