Ein fallegasta förðunarlína ársins

Förðunarlína Chanel fyrir vorið þykir sérlega falleg.
Förðunarlína Chanel fyrir vorið þykir sérlega falleg.

„Blaðamenn fá þrjú upphrópunarmerki til að nota á ferli sínum,“ sagði reyndur blaðamaður við mig þegar ég byrjaði í blaðamennsku fyrir sjö árum. Ég passaði því vel að nota einfaldlega punkt fyrir aftan setningar, þótt samband mitt við snyrtivörur sé auðvitað mun tilfinningaríkara en svo. Helst langar mig að nota öll þrjú upphrópunarmerkin í þessari umfjöllun svo lesendur átti sig á þeim tilfinningum sem hrærast innra með mér eftir að hafa prófað vorlínu Chanel. Þeir sem fylgjast með mér á Instagram hafa kannski tekið eftir því að ég hef verið að dást að þessari vorlínu síðan í nóvember síðastliðnum, eða frá því myndir af línunni komu fyrst fram. 

Desert Dream eða Eyðimerkurdraumur nefnist vorlína Chanel í ár.
Desert Dream eða Eyðimerkurdraumur nefnist vorlína Chanel í ár.

Eftir að Lucia Pica tók við sem alþjóðlegur listrænn stjórnandi förðunar- og litasviðs Chanel höfum við séð förðunarlínurnar verða listrænni og stundum mitt á milli þess að vera förðunarvörur og listaverk. Sjálf á ég ósnertar Chanel-snyrtivörur sem eru einfaldlega sýningargripir. Í ár er förðunarlína Chanel fyrir vorið þó öllu klassískari og hef ég ekki oft heyrt af jafnmikilli eftirvæntingu fyrir förðunarlínu áður.

Desert Dream eða Eyðimerkurdraumur nefnist förðunarlínan og sækir Lucia Pica innblástur í fágaða og róandi tóna eyðimerkurinnar. Í eyðimörkinni ríkir friður á milli þess sem vindurinn blæs upp landslagið og það verður eitt með himninum. Blanda af ferskjulituðum, bleikum og brúnum tónum endurspeglast í þessari mjúku og munúðarfullu línu.

Fljótandi augnskuggar með stórfenglega áferð

Chanel Ombre Premiere Laque eru fljótandi augnskuggar sem mikil spenna ríkir fyrir. Áferðin er einstaklega létt, örlítið kælandi og endast þeir í átta klukkustundir á augnlokinu. Þessi formúla kemur í fimm mismunandi litum sem eru hver öðrum fallegri. 

Chanel Ombre Premiere Laque eru fljótandi augnskuggar sem koma í …
Chanel Ombre Premiere Laque eru fljótandi augnskuggar sem koma í fimm litum.
Chanel Ombre Premiere Laque.
Chanel Ombre Premiere Laque.

Náttúrulegur ljómi sem hentar öllum

Chanel Éclat Du Désert er fölbleikt ljómapúður sem veitir húðinni náttúrulegan ljóma. Engin gróf glimmerkorn eða metalkennda endurspeglun má finna í þessari formúlu svo hún hentar vel öllum húðgerðum. Eins og margir vita getur það reynst erfitt að finna ljómapúður sem ýkir ekki misfellur húðarinnar en með áferð eins og þessari heyrir það vandamál sögunni til.

Chanel Éclat Du Désert er fölbleikt ljómapúður sem veitir húðinni …
Chanel Éclat Du Désert er fölbleikt ljómapúður sem veitir húðinni náttúrulegan ljóma.

Chanel Baume Essentiel Multi-Use Glow Stick er önnur ljómavara í línunni en þessi formúla er einstök fyrir það leyti að hún veitir húðinni frekar gljáa heldur en ljóma. Þótt þessi vara virki bronslituð er hún nánast litlaus á húðinni. Formúlan er rakagefandi og blandast fullkomlega saman við húðina. Slikan gljáa má nota á margvíslegan hátt, til dæmis undir farða, yfir farða eða einan og sér til að fá ferskari ásýnd. 

Chanel Baume Essentiel Multi-Use Glow Stick veitir húðinni meiri gljáa …
Chanel Baume Essentiel Multi-Use Glow Stick veitir húðinni meiri gljáa og gerir hana frísklegri ásýndar.
Tvær ljómavörur er að finna í förðunarlínu Chanel.
Tvær ljómavörur er að finna í förðunarlínu Chanel.

Augnskuggar sem fara öllum vel

Chanel Les 4 Ombres-augnskuggapalletturnar komnar í tveimur litum: Elemental (352) og Warm Memories (354). Litirnir eru aðeins út í ferskjulitaða og bleika tóna og eru þessar augnskuggapallettur sérlega klassískar.

Chanel Les 4 Ombres í litnum Elemental (352).
Chanel Les 4 Ombres í litnum Elemental (352).
Chanel Les 4 Ombres í litnum Warm Memories (354).
Chanel Les 4 Ombres í litnum Warm Memories (354).

Chanel Stylo Ombre Et Contour eru kremaugnskuggar sem lesendur Smartlands ættu að þekkja en þeir voru útnefndir augnskuggar ársins að mati blaðamanna. Tveir nýir litir líta dagsins ljós innan línunnar og eru þeir báðir brúnleitir.

Chanel Stylo Ombre Et Contour er kremaugnskuggi og augnlínufarði.
Chanel Stylo Ombre Et Contour er kremaugnskuggi og augnlínufarði.

Varalitir í náttúrulegum litatónum

Innan förðunarlínunnar má finna tvo varaliti í náttúrulegum litatónum en með mismunandi áferðum. Chanel Rouge Allure er með kremaða og ljómandi áferð á meðan Chanel Rouge Allure Velvet Extréme býr yfir mattri áferð. 

Chanel Rouge Allure í litnum Rouge Brulant (191) og Chanel …
Chanel Rouge Allure í litnum Rouge Brulant (191) og Chanel Rouge Allure Velvet Extréme í litnum Endless (132).
Chanel Rouge Allure Velvet Extréme gefur vörunum matta ásýnd.
Chanel Rouge Allure Velvet Extréme gefur vörunum matta ásýnd.

Naglalökkin á sínum stað

Margir bíða alltaf spenntir eftir naglalökkunum sem koma í takmörkuðu upplagi í förðunarlínum Chanel. Í ár eru sérlega fallegir litir af Chanel Le Vernis í boði í klassískum litum.

Chanel Le Vernis í litnum Mirage (739) og Daydream (735).
Chanel Le Vernis í litnum Mirage (739) og Daydream (735).
Naglalökkin frá Chanel eru safngripir í augum sumra.
Naglalökkin frá Chanel eru safngripir í augum sumra.

Hér fyrir neðan má sjá myndband úr ferð Luciu Pica til Namibíu
í leit að innblæstri fyrir vorlínuna:

 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál