Hildur í Chanel á Óskarnum

Hildur og eiginmaður hennar Sam Slater.
Hildur og eiginmaður hennar Sam Slater. AFP

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er í kjól frá Chanel á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. 

Kjóllinn er án efa í anda Hildar sem hefur verið í einstaklega látlausum en fallegum kjólum á síðustu verðlaunahátíðum. Um síðustu helgi á BAFTA-verðlaunahátíðinni var hún í kjól frá Lever Cout­ure og var valin ein af best kæddu konunum á hátíðinni. 

Kjóllinn frá Chanel er með myndarlegum demöntum yfir brjóstið en skart Hildar eru einnig frá franska tískuhúsinu. Hildur klæðist svörtum hælaskóm við. Þótt Hildur sé einstaklega falleg í kvöld toppar hún þó ekki íslensku tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur í frumleika í fatavali þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni. 

Hildur er með hárið greitt í snúð aftan á hnakkanum.
Hildur er með hárið greitt í snúð aftan á hnakkanum. AFP
Kjóll Hildar er frá Chanel.
Kjóll Hildar er frá Chanel. AFP
mbl.is