Bestu kjólarnir á Óskarnum 2020

Scarlett Johansson, Florence Pugh og Julia Butters.
Scarlett Johansson, Florence Pugh og Julia Butters. Samsett mynd

Óskarsverðlaunin eru alltaf rúsínan í pylsuendanum á verðlaunahátíðatímabilinu. Flestir, ef ekki allir, leggja sig alla fram við að líta sem best út. Og sem betur fer tókst það hjá mörgum. 

Leikkonan Scarlett Johansson geislaði á rauða dreglinum þótt ekki hafi hún farið heim með verðlaun þrátt fyrir að vera tilnefnd í tveimur flokkum. Kjóllinn hennar er frá Oscar del a Renta og er gullfallegur. 

Margot Robbie var einnig einstaklega falleg þótt hún hafi verið í látlausum svörtum kjól. Hin unga Julia Butters stal senunni í of krúttlegum kjól. 

Það var eitthvað töff við kjól leikkonunnar Natalie Portman en á kjól hennar voru saumuð nöfn þeirra kvenna sem ekki voru tilnefndar sem leikstjórar á verðlaunahátíðinni í ár.

Umdeildasti kjóllinn á lista okkar er án efa kjóll Grey's Anatomy-stjörnunnar Söndru Oh. Það er mikið í gangi á kjólnum, púff ermar, púff pils og glimmer. Þetta er svona kjóll sem þú annaðhvort hatar eða elskar.

Þetta eru bestu kjólarnir á Óskarnum 2020 að mati Smartlands.

Okkar kona Hildur Guðnadóttir var í Chanel frá toppi til …
Okkar kona Hildur Guðnadóttir var í Chanel frá toppi til táar. AFP
Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AFP
Florence Pugh.
Florence Pugh. AFP
Margot Robbie.
Margot Robbie. AFP
Sandra Oh.
Sandra Oh. AFP
Julia Butters.
Julia Butters. AFP
Janelle Monáe.
Janelle Monáe. AFP
Regina King.
Regina King. AFP
Natalie Portman.
Natalie Portman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál