Fór Harry í hárígræðslu?

Harry var myndaður með þykkt hár í janúar.
Harry var myndaður með þykkt hár í janúar. AFP

Konunglegu bræðurnir Harry og Vilhjálmur eru löngu byrjaðir að missa hárið þrátt fyrir ungan aldur. Harry er nú sagður hafa leitað sér aðstoðar vegna vandamálsins að því fram á vef The Sun. Er hann sagður hafa farið á hina virtu stofu Philip Kingsley Trichological Clinic í London. 

Ekki kemur fram hvað Harry á að hafa gert þegar hann heimsótti stofuna fyrir áramót, hvort hann hafi farið í hárígræðslu eða gert eitthvað annað til þess að þykkja hárið. 

Harry sýndi skallann í opinberri heimsókn með Meghan haustið 2018.
Harry sýndi skallann í opinberri heimsókn með Meghan haustið 2018. AFP

Sérfræðingur The Sun segir að skalli Harrys hafi stækkað mikið síðan hann gekk í hjónaband með eiginkonu sinni, Meghan, fyrir tæpum tveimur árum. Hinn rauðhærði prins hefur þó skartað þykkara hári en áður eftir að hann heimsótti stofuna í lok síðasta árs. Meghan fór einnig á stofuna fyrir brúðkaup þeirra í maí 2018. 

Á vef stofunnar kemur fram að allir helstu sérfræðingar á sviði hársvarðar og endurnýjunar hárs starfi á stofunni. Fólk leitar til sérfræðinganna til að vinna bug á hárlosi og vanda með hársvörð. 

AFP
mbl.is