7 Heitustu förðunartrendin fyrir vorið

Hjá Versace var litagleðin allsráðandi í augnförðuninni.
Hjá Versace var litagleðin allsráðandi í augnförðuninni. Skjáskot/Instagram

Förðunartískan fyrir vorið snýst um að endurspegla sérstæðu og eru förðunarfræðingar alltaf að fara nær listrænni nálgun í förðun í stað þess að fylgja úreltum reglum. Þegar litið er yfir farðanir á tískusýningum vorlínanna má sjá hvernig sköpunar- og litagleði einkennir þær.

1. Glossaðar varir

Eftir mikla sigurför mattra varalita er glossið að snúa aftur. Hvort sem þú einfaldlega setur á þig glært gloss eða setur gloss fyrir varalit eða varalitablýant þá eru djúsí varir málið í vor.

Badgley Mischka.
Badgley Mischka. Skjáskot/Instagram
Chanel.
Chanel. Skjáskot/Instagram
Shiseido Crystal GelGLoss.
Shiseido Crystal GelGLoss.

2. Húðin fullkomnuð á náttúrulegan hátt

Oftar en ekki höfum við séð farðalausar fyrirsætur ganga sýningarpallinn á vor- og sumarsýningunum. Þessi ferskleiki er enn þá til staðar en þó fullkomnaður. Núna mátti sjá ögn af léttum farða og hyljara á andlitum fyrirsætanna og var húðin þannig fullkomnuð en þó haldið mjög náttúrulegri í senn.

Oscar de la Renta.
Oscar de la Renta. Skjáskot/Instagram
Clarins Milky Boost Healthy Glow Milk Foundation.
Clarins Milky Boost Healthy Glow Milk Foundation.
Chloé.
Chloé. Skjáskot/Instagram
Clinique Airbrush Concealer.
Clinique Airbrush Concealer.

3. Skygging andlitsins

Það var áberandi meira af skyggingu undir kinnbeinum þetta vorið. Við erum nú ekki að tala um endurmótun andlitsins í anda Instagram en það glitti í meira sólarpúður og brúna skugga. Á sýningu Chanel notaði Lucia Pica heldur meira af hlýjum tónum fyrir andlitið og sömuleiðis voru fyrirsætur Burberry með aukna mótun í förðuninni.

Etro.
Etro. Skjáskot/Instagram
Chanel Baume Essentiel (Golden Light).
Chanel Baume Essentiel (Golden Light).
Versace.
Versace. Skjáskot/Instagram
MAC Studio Fix Sculpt and Shape Contour Palette.
MAC Studio Fix Sculpt and Shape Contour Palette.

4. Áberandi varir

Rauðar og vínrauðar varir mátti sjá á sýningarpöllum hinna ýmsu tískuhúsa. Þetta er í talsverðri mótsögn við hugmyndir okkar almennt um ferskleikann sem fylgir vorinu. Hins vegar fögnum við alltaf tækifærinu til að setja áberandi varalit á okkur.

Max Mara.
Max Mara. Skjáskot/Instagram
Becca Ultimate Lipstick Love (Merlot).
Becca Ultimate Lipstick Love (Merlot).
Dolce & Gabbana.
Dolce & Gabbana. Skjáskot/Instagram
Smashbox Always On Liquid Lipstick (Bang-Bang).
Smashbox Always On Liquid Lipstick (Bang-Bang).
Max Mara.
Max Mara. Skjáskot/Instagram
YSL The Slim Sheer Matte.
YSL The Slim Sheer Matte.

5. Litrík augnförðun

Skot af áberandi litum mátti sjá í bland við annars látlausa förðun. Neon-litatónar voru gjarnan áberandi í augnlínufarða en eins mátti sjá bjarta pastelliti yfir allt augnlokið. Þetta er skemmtileg leið til að gera förðunina bjartari og ferskari.

Nicole Miller.
Nicole Miller. Skjáskot/Instagram
Versace.
Versace. Skjáskot/Instagram
Anastasia Beverly Hills Modern Renaissance Palette. Fæst í versluninni Nola.
Anastasia Beverly Hills Modern Renaissance Palette. Fæst í versluninni Nola.

6. Glimmer og metal-áferð

Það var gaman að sjá hvernig notkun á glimmeri og metal-kenndum áferðum var gerð hversdagslegri en oft áður. Margir tengja slíkar snyrtivörur við áramótin eða önnur hátíðleg tilefni. Núna seturðu einfaldlega glimmer á augnlokin þín þegar þig langar til þess, eða yfir varirnar sértu í stuði.

Chloé.
Chloé. Skjáskot/Instagram
Lancôme Ombre Hypnôse Stylo (04 Brun Captivant).
Lancôme Ombre Hypnôse Stylo (04 Brun Captivant).
Valentino.
Valentino. Skjáskot/Instagram
Urban Decay Heavy Metal Glitter Gel (Dreamland).
Urban Decay Heavy Metal Glitter Gel (Dreamland).

7. Augnlínufarðinn tekinn upp á næsta stig

Það var gaman að sjá hvernig förðunarfræðingar létu sinn innri listamann ráða för þegar kom að því að teikna augnlínufarða á fyrirsæturnar. Hinn klassíski svarti augnlínufarði fékk að víkja fyrir mun grafískari og litríkari lögun.

Anna Sui.
Anna Sui. Skjáskot/Instagram
Shiseido Archliner Ink Eyeliner.
Shiseido Archliner Ink Eyeliner.
mbl.is